Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 16

Reykjalundur - 01.06.1971, Síða 16
LOG UM ENDURHÆFINGU Nr. 27 frá 27. apríl 1970 (með skýringum) Lög um endurhæfingu voru samþykkt á Alþingi 14. apríl 1970 og öðluðust gildi 1. júlí 1971. Undanfari þessarar lagasetningar var sá, að Oddur Andrésson, varaþingmaður í Reykjaneskjördæmi kom til okkar ráða- manna á Reykjalundi og kvaðst hafa liug á að leggja endurhæfingarmálum lið, ef unnt væri. Árangur af þeim viðræðum varð sá, að þeir Oddur og séra Gunnar Gíslason, alþingismaður, lögðu fram á Al- þingi þingsályktunartillögu, þar sem skor- að var á ríkistjórnina að láta athuga og leggja fram, ef þurfa þætti, frumvarp til laga um endurhæfingu og húsnæðismál ör- yrkja. Þingsályktunartillaga þessi var sam- þykkt á Alþingi 1967 og nokkru síðar rit- aði félagsmálaráðuneytið Öryrkjabandalagi íslands bréf, þar sem það fór þess á leit við Öryrkjabandalagið, að það gerði uppkast að lögum um endurhæfingu. Málið var síð- an margrætt, athuganir gerðar. Frumdrög fóru á milli margra aðila. Loks kom þó þar, að stjórn ÖBÍ varð einhuga um frumvarps- uppkast, sem síðan var samþykkt af aðildar félögum bandalagsins. Áðnr höfðu margar tillögur verið ræddar og komnar alllangt á veg. Meginbreyting, sem á varð frá okkar fyrsta uppkasti var sú, að við vorum upp- haflega með tillögu um frumvarp, sem náði yfir öll svið endurhæfingar, en að betur athuguðu máli og samkvæmt ábendingum frá félagsmálaráðuneytinu, þá féllumst við á þá breytingu, að ákvæðin um læknis- fiæðilega endurhæfingu yrðu tekin út úr frumvarpinu og læknisfræðilega endurhæf- ingin því framvegis sem hingað til fram- kvæmd á vegum heilbrigðisþjónustunnar og kostuð af henni. Sömuleiðis tókum við út úr uppkastinu ákvæði um menntun starfsfólks, þar eð við komumst að raun um, að lausn þeirra mála er ekki langt undan. Frumvarpið var svo lagt fram sem stjórnarfrumvarp á haust- 16 REYKJALUNDU R

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.