Húnavaka - 01.05.1963, Síða 5
f
Avarp
Þegar hafin var útgáfa ritsins „Húnavaka“, veturinn 1961, þá
var þess getið, í ávarpi til lesenda, að hér væri um tilraun að ræða,
og jafnframt, að framtíð ritsins væri undir því komin, hver yrðu
viðbrögð þeirra, sem því væri ætlað að ná til.
Fyrstu tveir árgangarnir voru fjölritaðir, þótti sem þá væri í
minna ráðizt, ef tilraun þessi mistækist.
Að fenginni tveggja ára reynslu, hefur það nú orðið að ráði, að
senda ykkur „Húnavöku“ í nýjum og fullkomnari ytri búningi.
Ritið er nú prentað og auk þess birtar í því nokkrar myndir. Efnis-
val og tilhögun er að öðru leyti með svipuðu sniði og verið hefur.
í upphafi útgáfunnar var þess getið, að hugmyndin með henni
væri sú, að ná svipmyndum úr lífi þess fólks, sem byggir Húnaþing.
Myndum, sem dregnar eru af fólkinu sjálfu á sem einfaldastan og
sannastan hátt. Það er ekki til þess ætlazt, að hér birtist fyrst og
fremst ritverk, sem staðizt geti alla gagnrýni — heldur frásagnir,
ljóð og sögur, runnið frá og unnið, af fólki, sem mitt í dagsins önn,
leitar sér gleði og hvíldar á vettvangi máls og minja. Það er þetta
fólk, sem „Húnavaka" vill ná til og leitar samstarfs við.
Það er von okkar, að hinn nýi búningur fari ritinu vel, og að
það verði af ykkur vel þegið og því vinsamlega tekið.
Þ.