Húnavaka - 01.05.1963, Page 19
HÚNAVAKA
17
fimm dætur. Fór frá Meðalheimi að Hafursstöðum, var þar í 8 ár, svo
að Hnausum. Hér á Guðrúnarstöðum hef ég verið í 24 ár.
— Finnst þér ekki betra að búa nú en áður var?
— Eg veit ekki livað segja skal, en þó finnst mér það varla sam-
bærilegt, a. m. k. ekki hvað erfiði snertir. Þá varð maður að standa
við orfið mestallan sólarhringinn, ef eitthvað átti að erjast.
Leiguliðabúskapur, sem hafði tíða flutninga í för með sér, var
mjög örðugur og óarðbær. Margra unninna verka nýtur maður ekki
sjálfur og fær lítið fyrir.
— Þegar ég kom að Guðrúnarstöðum, var hér 300—400 hesta
tún og þótti gott þá. Nú er hætt að mæla í hestburðum, en óhætt
mun að segja að ræktun hér sé nú nálægt 30 hekturum.
— Eru Guðrúnarstaðir góð jörð?
— Já, það verður að telja. — Þó varla gott til vetrarbeitar, en
heiðalönd mikil og ræktunarmöguleikar.
— Það þýðir sjálfsagt ekki að spyrja þig um bústofninn, frekar en
aðra Húnvetninga?
— Nei, l3lessaður vertu, þetta er enginn bústofn. Engar kýr —
kannski eitthvað yfir 400 ær. — Hvað er það?
Hér hefur skort ræktun, en nú er þetta að lagast. Svo stendur til
að Gestur sonur minn komi hingað og við rekum hér félagsbú. Þá
fjölgar ef til vill eitthvað. —
— Mér er sagt að öll þín börn hafi notið ágætrar skólamennt-
unar?
— }a, það má kannske telja svo. Stelpurnar hafa farið í héraðs-
skóla, ein þeirra — Asdís — lokið stúdents og kennaraprófi. F.inn
sonurinn — Björn, fór í Samvinnuskólann. Tveir hafa stundað
lengra nám. Gestur lögfræði — Kári eðlisfræði.
— Þetta nám svona margra barna — var það ekki erfitt?
— }a, þau sáu að mestu um þetta sjálf. — Þau fengu að ráða sínu
námi. Ég hefði sjálfsagt kosið að hugur þeirra stæði til búfræði-
náms, en mömmu þeirra var þetta hugleiknara, og þar sem það
fór saman við vilja krakkanna sjálfra, réði það úrslitum.
Ég hafði löngun til náms, þegar ég var ungur, en það var ekki
talið nauðsynlegt. Ég hét því þá, að ég skyldi ekki standa á móti
námi minna barna.
— Heldur þú að Gestur þurfi að sjá eftir sínu lögfræðinámi, þó
hann setjist að sem bóndi hér á Guðrúnarstöðum?
9