Húnavaka - 01.05.1963, Qupperneq 21
H 0 N A V A K A
1!)
— Já, að vissu leyti. Ég hef lært lögfræði — margir segja, út í
bláinn. En samfara lögfræðinámi eykst rökhyggja. Skilningur á
þörfum Jreirra gripa, sem tilheyra búinu, gerir starf bóndans ávaxta-
ríkt. Sálfræðina læt ég liggja á milli hluta.
— Og hugsar þú gott til?
— Já. — Ég er nákvæmlega viss um það, að allt vit er strit, og
þeirri skoðun minni vil ég þjóna.
— Það líður að óttu. Lítill drengur grætur í skugga næturinnar.
Hæruhvítur öldungur gengur hljóðlega að rekkju hans. Hrjúfar
vinnuhendur strjúka mjúklega yfir barnsandlitið á ný. — Nú brosir
hann í svefninum.
Hvort mun hann dreyma inn í óráðna framtíð?
Þ. M.
Karl í krapinu (Eysteinn á Beinakeldu)
Eysteinn á Beinakeldu er einn þeirra manna, sem ekki vekja á
sér athygli með bæjargöngum eða fundasetum. Það er á orði haft
hve heimakær hann sé. Þótt menn stefni til mannfagnaðar, þá eru
litlar líkur til að hitta þar Eystein bónda, nema um sé að ræða
minnisverð tímamót á æviferli náinna vina hans.
Og þá er eins og hún Guðríður sé ekki á sífelldu flakki. Hún hef-
ur ekki látið hann Eystein standa einan heima í búskaparamstrinu,
síðan hann reyndist kunnáttusamari Strandamönnum og tókst að
seiða hana til sín austur um flóann, hérna um árið.
Og nú erum við staddir að Beinakeldu. Hér á móti okkur situr
Eysteinn bóndi. — Ekki lengur bóndi, segir hann — þykkur undir
hönd og breiður um herðar, með vökul ung augu undir skörpum
brúnum.
Það hefur flogið fyrir eyru okkar, að þótt Eysteinn hafi ekki haft
á sér farfugla snið um dagana, muni hann þó geta sagt okkur ýmsa
hluti ekki síður athyglisverða en margar fregnir farandamanna.
Sumum finnst eflaust, að í önn hversdagsleikans beri fátt öðru
hærra hjá bónda á sveitabýli, sem stendur úrleiðis, en nokkuð mun
9*