Húnavaka - 01.05.1963, Side 29
HÚNAVAKA
27
son, Hannesson og Magnússon, Jónas Kristjánsson, Sigurður land-
læknir, Hjalti Þórarinsson og fleiri.
Eg minnist þess, að fyrir rúmum 20 árurn sagði einn af mestu
gáfumönnum landsins á Alþingi, að úr Húnavatnssýslu væru fleiri
hæfileikamenn komnir en nokkru öðru héraði. Þetta var Jónas
Jónsson frá Hriflu, og víst hafði hann enga sérstaka ástæðu til að
vera hlutdrægur Húnvetningum í vil.
Annars hefur það lengi verið nokkuð ríkt í eðli Húnvetninga, að
fara sínu fram og beygja sig sem minnst undir annarra vald. Er
það mikill kostur innan hæfilegra takmarka, en veldur stundum
óþægilegum árekstrum í félagslífi, þar sem skoðanafrelsi einstakl-
inga er ekki í miklum metum.
A síðustu 7—8 áratugum, og jafnvel lengur, hefur Húnavatnssýsla
goldið mikið afhroð vegna þess, hve margir af úrvalsmönnum hér-
aðsins hafa sópazt út á menntabrautina til að keppa eftir embættis-
frama, en sem lang oftast hefur haft í för með sér burtflutning úr
héraðinu. Er það að vísu ekkert einstakt um Húnavatnssýslu, en
þó meiri brögð að því þar, en í flestum eða öllum öðrum héruð-
um. Hefur þetta stundum valdið því, að meiri flatneskjusvipur
hefur verið á liðinu heima fyrir, en ella mundi. Sem betur fer hef-
ur þessi regla þó eigi orðið svo alger, að tilfinnanlegur skortur hafi
orðið á forystumönnum í félagslífi sveitanna heima fyrir. En þó
hefur burtflutningurinn valdið því, að meiri blendingur annars
staðar frá hefur orðið í sýslunni, en heppilegt mætti telja.
Mannfjöldinn í sýslunni hefur á síðustu áratugum verið eins og
hér segir:
Árið 1920 ................. 4273
Árið 1930 ................. 3878
Árið 1940 ................. 3603
Árið 1950 ................. 3464
Árið 1959 ................. 3671
Árið 1930 er talið að væri 5154 á lífi, sem fæddir voru í Húna-
vatnssýslu. Til marks um fólksfjöldann á öllu landinu má nefna
að 1930 var fólkstalan 108.861 en 1959 173.855. Eru þessar tölur
eitt dæmi af mörgum um það hvert stefnt hefur fyrir sveitahéruð-
unum á síðustu áratugum.