Húnavaka - 01.05.1963, Side 31
HÚNAVAKA
29
Frá 1. jan. 1951 til 31. des. 1957 hefur verið byggt 101 íbúðar-
hús í sýslunni. Eru það endurbyggingar á eldri jörðum og á nýbýl-
um, sem eru stofnuð þessi ár. í ársbyrjun 1958 voru 21 íbúðarhús
t byggingu en ekki fullgerð.
Skýrslur um íbúðarhúsabyggingar 4 síðustu ár liggja ekki fyrir.
Peningshús og önnur útihús.
Á árunum 1954 til 1956 voru framkvæmdar í sýslunni penings-
húsabyggingar að kostnaðarverði reiknað í þúsundum króna:
Ár 1954 1955 1956
Fjós 523 790 694
Fjárhús 2474 2864 1384
Hlöður 1360 2372 1566
Áburðargeymslur . 130 87 55
Önnur útihús .... 114 219 191
Matsverð allra fasteigna sýslunnar er:
Landv. Húsav. Alls
ustur-Húnavatnssýsla kr. 4620500 15540500 20161000
estur-Húnavatnssýsla - 3084800 5264200 8349000
Þetta miðast við 1. janúar 1957.
Svo sem þessar skýrslur bera með sér, eru flestar meiri háttar
byggingar sýslunnar byggðar á síðustu áratugum, þar á meðal allar
steinbyggingar. Þannig er það í sveitunum og enn frekar í kaup-
túnum héraðsins, þar sem allar dýrustu byggingarnar eru. Síldar-
verksmiðjan á Skagaströnd, sem byggð var 1946, kostaði um 20
milljónir króna, en mundi nú kosta, ef byggð væri um þessar mund-
ir, allt að 100 milljónir króna.
Héraðshælið á Blönduósi kostaði um 6 milljónir króna. Mjólk-
urbúið á Blönduósi kostaði upphaflega um 1 milljón króna, 1946,
en nú hefur verið byggt við það og mun sú viðbót miklu dýrari.
Önnur dýr hús eru skólarnir: Kvennaskólinn á Blönduósi, Hér-
aðsskólinn á Reykjum, barnaskólar í öllum kauptúnunum og víð-
ar, félagsheimilið í Bólstaðarhlíð. Auk þess dýr verzlunarhús, slát-