Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Síða 36

Húnavaka - 01.05.1963, Síða 36
34 HÚNAVAKA Eru þó 3 yztu bæir að austan skildir eftir þar og 2 fremstu bæir í dalnum vestanverðum. Það er fyrir löngu kunnugt, að allir keppa eftir því að fá aðgang að raforku. Svo mikilsverð eru þau þægindi. Þeim sem verða út- undan eða verða lengi að bíða sárnar eðlilega. Þeirra vanda verður að leysa svo fljótt sem unnt er. Hitt er ljóst, að nú þegar hafa orðið miklar framfarir í Húnavatnssýslu einnig á þessu sviði, og er það mikilsvert. Lokaorð. Það var tekið fram og færð rök að í upphafi þessa máls, að Húna- vatnssýsla er fyrir margra hluta sakir eitt af beztu og fegurstu hér- uðum þessa lands. Frá landnámstíð og fram yfir síðustu aldamót var þetta góða hérað háð sömu lögum og flest önnur, að því leyti, að þar voru framkvæmdir litlar og ódýrar. Fólkið var nægjusamt um húsakost og alla aðbúð. Gæði landsins notuð til hins ítrasta og hvergi lagt út á hálar brautir með notkun lánsfjár til hinna dýrari framkvæmda, enda vart um lánsfé að ræða. En þrátt fyrir þetta voru flestar sveitir Húnavatnssýslu, eða jafnvel allar, oftast miklu mannfleiri en nú er orðið. Þær skýrslur og hugleiðingar, sem hér að framan eru birtar sýna það og sanna, að nú er okkar góða sýsla gagn ólík því sem var fyrir 50 árum. Það tímabil, og einkum síðari hluti þess, er meira fram- faratímabil í þessari sýslu en allar aldir áður frá því land byggðist. Þetta byggist á húsabyggingum úr varanlegu efni, stórstígum jarðræktarframkvæmdum, og samgöngubótum á landi, á sjó og í lofti, og ekki má því gleyma, að hvert einasta heinrili í sýslunni hefur nú símasamband við umheiminn. Þau ein heimili eru undan- skilin, sem hafa ekki kært sig um þessi þægindi. — Rafmagnið er líka mikil framför. Allt þetta hefur gerbreytt ástandinu. Lifnaðarhættir héraðsbúa eru gagn ólíkir því, sem áður var; auðveldari á ýmsan máta og ör- uggari en fyrr á öldum. En framkvæmdirnar eru dýrar. Þægindin kosta mikið. Útgjöld á öllum sviðum hafa hækkað ískyggilega, skuldir eru miklar o. s. frv. Allt eru það afleiðingar þess, að sú kynslóð, sem nú lifir hefur verið bjartsýn á framtíðina. Hún hefur lagt hart að sér og fórnað miklu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.