Húnavaka - 01.05.1963, Side 37
Snorri Arnfinnsson
Á síðasta ári urðu eigendaskipti á „Hótel Blönduós". Snorri Arn-
finnsson, sem verið hefur veitingamaður á Blönduósi síðan 1943,
hefur selt eignina Þorsteini Sigurjónssyni frá Hamri.
Snorri er Vestfirðingur, fæddur og uppalinn að Brekku í Langa-
dal í Norður-ísafjarðarsýslu. Hann stundaði nám í bændaskólanum
á Hvanneyri og vann að því loknu við jarðyrkjustörf. Um árabil
var hann bústjóri fyrir Siglufjarðarkaupstað.
Hótelrekstur byrjaði Snorri í Borgarnesi, en flutti til Blönduóss
1943. Auk hótelreksturs hefur Snorri tekið mikinn þátt í félagsmál-
um, sérstaklega hefur hann komið mikið við sögu ungmennafélags-
hreyfingarinnar. Hann var um langt árabil formaður Ungmenna-
sambands A.-Hún., og einn af forvígismönnum skemmti-viku Hún-
vetninga, Húnavökunnar.
Stendur húnvetnsk æska í mikilli þakkarskuld við Snorra, vegna
ötullar baráttu hans í þágu æskulýðsmála héraðsins.
í sambandi við starf sitt sem veitingamaður segir Snorri:
„Ég var alinn upp á heimili við þjóðbraut. Foreldrar mínir höfðu
ánægju af að taka á móti gestum, enda mjög mikið um gestakom-
ur. Á þeim árum lágu leiðir Strandamanna mjög vestur að ísafjarð-
ardjúpi seinni hluta vetrar, er þeir sóttu til sjóróðra. Komu þeir
gangandi norðan um Steingrímsfjarðarheiði. — Menn frá Breiða-
til að gera landið betra og ánægjulegra að lifa, en fyrr á tímum.
Ég vil ljúka þessu máli með því, að birta þá ósk og von Hún-
vetningum og Húnavatnssýslu til handa, að allt fari vel. Allar fram-
kvæmdirnar verði að gagni og til hagsældar.
Reykjavík í ágúst 1960.
3*