Húnavaka - 01.05.1963, Side 39
GUÐBRANDUR ÍSBERG:
í kaupavinnu
Fyrir hálfri öld, nánar tiltekið sumarið 1913, var ég kaupamaður
á Auðkúlu í Svínavatnshreppi, ráðinn þangað af tengdasyni síra
Stefáns Jónssonar. Mér er þetta sumar minnisstætt, einkum þó byrj-
un kaupavinnunnar, fólkið á heimilinu, og tveir heiðursmenn
nokkuð við aldur, sem þar bar að garði.
Ég mun hafa komið að Auðkúlu á föstudegi, en að áliðnum næsta
degi var „borið út“ sem kallað er í sveitinni. Ég var alinn upp í
sveit við algeng sveitastörf, en þó verið á sjó og í vegavinnu tvö síð-
ustu sumurin. Verkfæri voru mér lögð til, og lagði ég nú Ijáinn
nrinn á, vel og vandlega. Nú bar þrennt saman: Ég kom beint af
skólabekknum. Ég var kappsfullur og vildi fyrir hvern mun geta
skilað sæmilegu dagsverki. Og við húsbyggingu á staðnum, sem varla
var lokið að fullu, hafði sandur borizt eða fokið í hlaðvarpann og
hið næsta af túninu, en þurrkur var og sólskin þenna dag. Er þar
skjótast frá að segja, að nýdregni ljárinn minn dugði illa, varð bit-
laus um leið og honum var brugðið í gras í varpanum. Þarna barð-
ist ég um í nokkra klukkutíma á sendnum og beinhörðum hólnum
og varð sárgrætilega lítið ágengt. Tel ég víst að ég hafi aldrei geng-
ið eins óánægður frá verki.
Morguninn eftir komu í ljós afleiðingar barningsins. Vinstri
handleggur var bólginn og aumur, en á þann hégóma leit ég ekki.
Ég þekkti það fyrirbæri. Hins vegar hafði ég svo mikil sárindi í
mjóhryggnum, er ég hreyfði mig eitthvað, að verri kvalir hef ég
ekki fundið. Ódeyfður tanndráttur oft síðar á ævinni, kom ekki til
greina til samanburðar. Ég drógst á fætur með hinunr mestu harm-
kvælum næstu tvær vikurnar, því að vitanlega mátti ég ekki við
því að missa af sumarkaupinu, og svo var ég kominn að Auðkúlu