Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Side 40

Húnavaka - 01.05.1963, Side 40
38 HÚNAVAKA til þess að vinna, en ekki til að liggja í rúminu. En ég var ungur, og það var líkn í þraut, að jafnan dró úr sársaukanum, er ég hafði verið um stund við verk. Eg hygg að ég hafi búið að þessari einu kvöldstund allt mitt líf, en engum um að kenna, nema vanhyggju mín sjálfs og skorti nægilegrar reynslu. Efúsbóndi minn á Auðkúlu var síra Stefán Jónsson, þá nokkuð við aldur, en hinn kempulegasti maður, fríður sýnum og teinrétt- ur, glaðsinna og ágætur húsbóndi. Svipað mátti segja um konu hans, frii Þóru, en ég hafði minna saman við hana að sæida. Þar var ung dóttir þeirra presthjónanna, Sigríður, fallegt og elskuiegt barn, og síðast en ekki sízt, sonur síra Stefáns af fyrra hjónabandi, Hilmar, þá í skóla, og á líku reki og ég, aðeins lítið eitt eldri. Þar sem hann var, átti ég ágætan félaga þetta sumar, en leiðir okkar lágu því mið- ur ekki oftar saman, svo heitið gæti. í mótbýli við síra Stefán var sonur hans, Lárus, og kona hans Valdís, ágæt hjón, en ekki áber- andi á heimilinu. Auk þess voru á heimilinu á vegum síra Stefáns, vinnumaður og vinnukona, og ungur fóstursonur hans. Þeir, sem kynntust síra Stefáni á Auðkúlu, munu tæplega hafa getað gleymt honum. Hann var höfðingi í sjón og raun í þess orðs beztu merkingu. Og nú eftir hálfa öld nrinnist ég prestshjónanna á Auðkúlu með hlýhug og virðingu. Þetta sumar, er ég var á Auðkúlu, bar þar að garði tvo heiðurs- menn, þá Guðmund „póla“ og Guðmund „dúllara“. Um þann fyrr- nefnda er það þó víst ekki nákvænrt orðalag að segja, að hann bæri að garði. Hann var eins konar auka-heimilismaður, sem kom og fór þegar honum hentaði. Hann var sem fuglinn frjáls. Hann gerð- ist oftlega meðreiðarsveinn prestsins og mun ógjarna hafa séð sig úr færi að vera það, þegar hann mátti því við koma. Eitt sinn sem oftar kom Guðmundur að Auðkúlu og hafði sláttuáhöld sín með sér. Vissu þá allir, að nú ætlaði hann að slá fyrir prest, einn eða fleiri daga, og koma skriði á heyskapinn. Morguninn eftir var byrj- að að slá há á túninu. Um miðjan morgun kom Guðmundur út og bar niður í lækjardraginu austan við íbúðarhúsið. Sló hann þar um stund, en þótti víst ekki bíta sem skyldi og gekk heim. Nokkru síð- ar kom síra Stefán út að líta á slægjuna. Hafði hann orð á því, að nú hefði Guðmundur komið á óheppilegum tíma, rétt í byrjun uppslægjunnar, en hann væri ekki fær um það lengur að slá há. Gengum við Hilmar þá heim með presti til matar og litum yfir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.