Húnavaka - 01.05.1963, Síða 44
JÓN ÍSBERG:
SKJÓLBELTI
ísland er skóglaust land. Þessi staðreynd blasir við okkur og við
liöfum verið frædd á því undafarin ár og aldir, að skógur geti ekki
þroskazt að marki á íslandi. Þó segir Ari fróði, að ísland hafi verið
viði vaxið milli fjalls og fjöru. Sennilega er það að einhverju leyti
fært í stílinn, en engu að síður er það staðreynd, að miklir skógar
voru hér til forna. Leyfar þeirra sjást enn, t. d. á Hallormsstað og
hér hjá okkur í Hvammsskriðunum í Vatnsdal, en runninn, sem þar
er, sýnir okkur, að tré eða kjarr getur vaxið í allmikilli hæð.
Með hnignun skóganna hnignaði gróðurlendinu og uppblástur-
inn kom. En skógurinn veitir skjól og hinar djúpstæðu rætur
trjánna binda jarðveginn.
Þegar við lítum yfir melana í Refsborgarsveitinni og út Skaga-
strönd, þá getum við vel ímyndað okkur, hvernig þetta liti út, ef
þarna yxi skógur eða kjarr. Nú er auðvelt að rækta mela þessa og
breyta þeim í iðgræn tún, en skjóllausir verða þeir, og skepnum
mundi líða þar illa t. d. í vornæðingum.
Úr þessu má bæta, bæði þarna á melunum og víðar, með ræktun
skjólbelta. En skjólbelti eru kallaðir skógarreitir, sem eru gróður-
settir í þeim tilgangi að veita skjól. Ég veit að nú hugsa margir
eitthvað á þá leið, að til þess að rækta skóga þurfi skjól og sé þá
eitthvað bogið við það, að ætla þeim að veita skjól. Þetta er rétt
út af fyrir sig. Ung tré þurfa umönnunar við og skjól eins og allt
ungviði. Barnið í vöggunni er ekki burðugt, þótt síðar meir geti
það orðið konan eða karlmaðurinn, sem öldur mannlífsins brotna
á. Sama gildir um trén. Litla plantan sýnist ekki veigamikil, en fái
hún aðhlynningu fyrstu árin, er henni borgið, og hún getur brotið
stórviðri og veitt því, sem lágvaxnara er, skjól.
Við vitum öll, að gróðurinn kemur fyrst til á vorin í skjóli fyrir