Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Síða 47

Húnavaka - 01.05.1963, Síða 47
H ÚNAVAKA 45 sækir svo á hug minn. — Sú lausn væri hugstæð og hagkvæm og veitti nokkurn ávinning móti ósigrinum við kuldann, sem breytti ákvörðun minni og kom mér að nokkru leyti úr jafnvægi, þótt ég taki efalaust bezta kostinn að láta skynsemina ráða, en geyma ósk- hyggjuna um stund. Til hvers er líka að ræða um óskhyggju eða annað, sem ekki er hægt að festa hendur á? Þetta virðist þó vera mannleg árátta. Það er ekki mjög langt síðan, að ég tók kunningja minn upp í bílinn til mín, og innan skamms vorum við farnir að ræða trúmál af slíkum ákafa að við gleymdum tímanum. Eg ók löturhægt og skipti niður við minnstu hvörf í veginn. Við leiðarenda höfðum við þó engar niðurstöður fengið — því þetta — að festa hönd á því óþekkta, bak við tjaldið, vantaði. Annar hvor lét þó í ljósi sem sína skoðun, að til þess hlyti að vera ætlazt að lífinu væri vel lifað, umfram allt af fullri einurð og hispursleysi. Svo tóku störfin við, sem frá sjónarmiði bóndans miðast svo mjög við það að keppast við tímann. Koma sem mestu af á sem stytztum tíma. Láta sem flest fara þannig úr hendi að það skapi ávinning í búi hans. Enginn veit, betur en bóndinn, hvað það gildir að vinna vel. Starf hans er þannig. Samfelld keðja sáningar og uppskeru í samskiptum við hina lífrænu náttúru í kringum hann. Svo til hvert handtak er miðað við eitthvað ákveðið — annað en það að fá pen- inga í vasann að kvöldi. Þess getur bóndinn aldrei vænzt. Nei, allt hans kapital, að andlegu og líkamlegu þreki viðbættu, þarf hann að leggja fram um lengri eða skemmri tíma, í þeirri von að hann fái meira í staðinn, með uppskeru búsins síðar. En uppskeran getur, því miður, brugðizt til beggja vona og um það væri vert að ræða nokkuð. Það er nokkuð til þess að festa hend- ur á. Við gætum kallað það búnaðarhagfræði, búvísindi; jafnvel pólitík eða stéttabaráttu. í raun og veru er þetta ekkert annað en barátta bóndans fyrir tilveru sinni, þar sem öll framangreind hug- tök eru fléttuð saman á órjúfandi hátt. Og hvert er svo viðhorf íslenzka bóndans í dag? Eitt er nauðsyn- legt að hafa í huga, er við veltum spurningunni fyrir okkur. Atriði, sem allir eru sammála um og margir hafa lýst bæði í ræðu og riti. Það krefst ekki málalenginga hér. Við könnumst við það í nokkr- um orðum: Á tveim til þrem áratugum hefur íslenzki bóndinn horf- ið frá því viðhorfi í búskapnum, að efnaleg velmegun hans byggist,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.