Húnavaka - 01.05.1963, Page 51
HÚNAVAKA
49
irnar beinlínis slævi hinn andlega vaxtarbrodd fólksins. Þá er líka
vonlaust að í röðum bænda finnist í framtíðinni menn eins og
Guðmundur á Sandi, Guðmundur Böðvarsson eða Guðmundur
Ingi, svo að ég haldi mig við eitt og sama nafnið. Löggjafinn má
heldur ekki vinna að því að fjarlægja úr sveitunum ýmis störf, sem
hafa þjálfað menn til félagsmála, svo að margir bændur hafa kunnað
góð skil á opinberum málum. Nefni ég sem dæmi um þetta fyrir-
brigði síðustu og áþreifanlegustu breytingu á skattalögunum.
íslenzki bóndinn hefur nú sömu aðstöðu innan þjóðfélagsins
sem þjóðfélagið sjálft gagnvart margfalt stærri þjóðum. í slíkri að-
stöðu verður leikurinn ójafn og getur orðið hættulegur. Vopna-
burður kemur þó ekki til greina, nema að því leyti sem hann felst í
menningu og góðum málstað. Við þann vopnaburð þarf að leggja
rækt. Því: „Mennt er máttur“ segir máltækið og mun það eiga
hér við.
Við verðum að vona að það verði ekki talin ofrausn að eiga þá
óskhyggju til handa landbúnaðinum að honum verði búin svo góð
kjör í framtíðinni, að bændastéttin geti verið bjartsýn og trúað á
framtíðina sem slíka.
Brauðstrit, þröng kjör og kaldrifjuð hagsmunabarátta er lam-
andi og mannskemmandi. Er til lengdar lætur gerir það fólkið
hnípið og innilokað. Ber í sér dauðann eins og hafísinn. Því:
„Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís,
þá gagnar ei sól né vor.“
Því verður bezt að halda öllu slíku, sem lengst í burtu.
Láta engan einn verða útundan þegar kjörunum er skipt.
4