Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Síða 63

Húnavaka - 01.05.1963, Síða 63
HÚNAVAKA 61 af öðrum í lótspor hans. Þeir fengu nágranna sína sér til hjálpar einn dag eða svo. Síðan var horuð og táplaus hjiirðin skorin, og á kvöldin var grátið í hýbýlum öreiganna. Sumir lögðu á ráðin um Ameríkuferðir, en úr þeim varð ekkert, því að bændurnir felldu sitt eigið þrek og lífsþrá með búfé sínu. En hjá hinum, sem enn þrauk- uðu, svarf sulturinn að, og börn, sem áður voru bústin og feit gerð- ust mögur og guggin. Þá kom loks björgin. Hún kom eins og sunnanvindurinn, líkt og þjófur um nótt. Enginn verður var við neitt fyrr en í dögun, en þá blæs þýður sunnanandvari. Þessi björg tendraði á ný slokknaða von í hjörtum bændanna og glæddi eld í augum kvenna þeirra og barna. Menn steinhættu að riikræða orsök vetrarhörkunnar, og þessi ísaldarkenning prestsins missti allan hljómgrunn meðal sveitarbúa. Það hafði rekið hval á fjörurnar, stóra skepnu, sem lá þar stein- dauð einn loftberan frostmorgun, og hvalsagan flaug hraðar um sveitina en geislar hinnar rísandi sólar. Bændurnir, senr gengið höfðu, þögulir og dapureygir, til svefns kvöldið áður, þustu nú upp úr fletum sínum vonglaðir eins og unglingar. Þeir grófu upp skinnúlpur, sem gengið höfðu í arf lang- an karllegg og skrýddust jreim utan yfir karbætta hversdagsgarm- ana. Sumir lögðu torfljáina sína á, aðrir stóra hnífa. Einstaka bóndi átti hvallensu eða skutul, sem nú var dreginn fram úr aldagömlum viðjum ryðs og ryks og skerptur og fægður. Þannig búnir héldu bændurnir á hvalfjöruna stundu eftir dagmál. Hreppstjórinn gekk í broddi fylkingar, en á eftir honum gengu smábændurnir tveir og þrír í hóp. Nú voru jreir léttstígir og giispr- uðu um alla heima og geima. Þeir grófu stóra hrossahlátra upp úr fylgsnum gleymskunnar og rifjuðu upp, hvernig ætti að brosa. Og alla leiðina glottu þeir og skældu sig hver framan í annan þrátt fyrir munnherkjurnar, líkt og svcing börn, sem reyna að þreyja af seinustu stundirnar, áður en tekið er til við kræsingar jc'damáltíðar- innar. Sumir hcimpuðu brennivínstári á fleyg eða gæddu sér á gambra úr pyttlum bak við leiti. Síðan hlógu þeir og glottu, skelltu hönd á lær sér og hlógu aftur. A hvalfjcörunni var þegar margt um manninn, þeir tvístigu um-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.