Húnavaka - 01.05.1963, Page 67
HÚNAVAKA
65
tíma, skömmu upp úr hádegi. Fé því almennt komið út, þar sem
beitt er. Ferðafólk auðvitað komið af stað. Það má því búast við,
að hríðin valdi miklu tjóni á eignum og mannslífum. Vel hafði að
vísu tekizt til með féð á Æsustöðum, en vinnumaðurinn þar var
ekki heima. Hann hafði verið sendur upp á Laxárdal, en þar er
langt á milli bæja og slæmt að rata, þó að betra væri veður en
nú var.
Um miðnætti lægði nokkuð veðrið í bili. Kom þá þegar heim-
ferðarhugur í okkur Tryggva. Varð það að ráði, að við tygjuðum
okkur til ferðar og lögðum út í hríðina, þrátt fyrir úrtölur fólksins
á Æsustöðum. Gekk okkur ferðin seint fram Æsustaðafjallið, en þó
slysalaust. Svartá stóð nú full af krapi, og urðum við að vaða krapa-
elginn bakkanna á milli. í miðju var dálítil opin renna, og þar féll
aðal áin. Krapaelgurinn var svo til beggja hliða. Að norðan verðu
var elgurinn svo þéttur, að hann hélt hundi. Urðum við blautir
rúmlega í mitti. Hélt ég svo áfram förinni heim. Fötin gaddfrusu
og þá blés ekki í gegn, en stirt var manni um ganginn. Kom ég
heimilisfólkinu á óvart, því að það hugði, að ég sæti í góðu yfirlæti
í Finnstungu. Aðkoman heima var slæm. F.ngin kind hafðist í hús.
Piltarnir fóru þegar til fjárins og bylinn gerði, en fundu ekki nema
fátt og töpuðu af því. Var nú sofið til morguns.
Hríðarveður hélzt alla vikuna, til sunnudagsins 15. febrúar. Dag-
bókarfærslur mínar á veðrinu hljóða þannig:
9/2 Norðan átt. Töluverð gola. Gekk á með svörtum éljum.
10/2 Norðan lenjuhríð og töluverð fannkoma, en þó ratfært
fyrir kunnuga.
11/2 Norðan kul með snjógangi.
12/2 Sama átt. Hríðarveður.
13/2 Norðaustan kul. Bjartur í lofti, en dimmur norður undan.
14/2 Norðan kul. Snjógangur seinni partinn.
Hríðarveður stóð þvi í rétta viku. Það er fyrst sunnudaginn 15/2
sem stillir til. Þá hljóðar veðurlýsingin þannig: „Logn. Heiðríkt.
Frosthart“.
Þegar komið var á fætur á mánudagsmorguninn, 9. febrúar, var
fyrst hríðarlaust, en ekkert sá norður til Langadalsfjalla. Óhemju
snjór var kominn, sérstaklega austan verðu í dölum, sá þar hvergi
5