Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 67

Húnavaka - 01.05.1963, Page 67
HÚNAVAKA 65 tíma, skömmu upp úr hádegi. Fé því almennt komið út, þar sem beitt er. Ferðafólk auðvitað komið af stað. Það má því búast við, að hríðin valdi miklu tjóni á eignum og mannslífum. Vel hafði að vísu tekizt til með féð á Æsustöðum, en vinnumaðurinn þar var ekki heima. Hann hafði verið sendur upp á Laxárdal, en þar er langt á milli bæja og slæmt að rata, þó að betra væri veður en nú var. Um miðnætti lægði nokkuð veðrið í bili. Kom þá þegar heim- ferðarhugur í okkur Tryggva. Varð það að ráði, að við tygjuðum okkur til ferðar og lögðum út í hríðina, þrátt fyrir úrtölur fólksins á Æsustöðum. Gekk okkur ferðin seint fram Æsustaðafjallið, en þó slysalaust. Svartá stóð nú full af krapi, og urðum við að vaða krapa- elginn bakkanna á milli. í miðju var dálítil opin renna, og þar féll aðal áin. Krapaelgurinn var svo til beggja hliða. Að norðan verðu var elgurinn svo þéttur, að hann hélt hundi. Urðum við blautir rúmlega í mitti. Hélt ég svo áfram förinni heim. Fötin gaddfrusu og þá blés ekki í gegn, en stirt var manni um ganginn. Kom ég heimilisfólkinu á óvart, því að það hugði, að ég sæti í góðu yfirlæti í Finnstungu. Aðkoman heima var slæm. F.ngin kind hafðist í hús. Piltarnir fóru þegar til fjárins og bylinn gerði, en fundu ekki nema fátt og töpuðu af því. Var nú sofið til morguns. Hríðarveður hélzt alla vikuna, til sunnudagsins 15. febrúar. Dag- bókarfærslur mínar á veðrinu hljóða þannig: 9/2 Norðan átt. Töluverð gola. Gekk á með svörtum éljum. 10/2 Norðan lenjuhríð og töluverð fannkoma, en þó ratfært fyrir kunnuga. 11/2 Norðan kul með snjógangi. 12/2 Sama átt. Hríðarveður. 13/2 Norðaustan kul. Bjartur í lofti, en dimmur norður undan. 14/2 Norðan kul. Snjógangur seinni partinn. Hríðarveður stóð þvi í rétta viku. Það er fyrst sunnudaginn 15/2 sem stillir til. Þá hljóðar veðurlýsingin þannig: „Logn. Heiðríkt. Frosthart“. Þegar komið var á fætur á mánudagsmorguninn, 9. febrúar, var fyrst hríðarlaust, en ekkert sá norður til Langadalsfjalla. Óhemju snjór var kominn, sérstaklega austan verðu í dölum, sá þar hvergi 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.