Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 70
08
HÚNAVAKA
ur Gísla Pálmasonar á Æsustöðum. Jón var þá vinnumaður á Æsu-
stöðum og var nú að sækja hross fyrir húsbónda sinn út að Núpsöxl
á Laxárdal. Lenti hann í hríðinni, var á ferðinni, villtur, megin
hluta tímans, en gróf sig þó eitthvað í fönn milli Refsstaða og
Litla-Vatnsskarðs, sakaði lítið, kól eitthvað lítils háttar á tám.
Miklir fjárskaðar urðu í Bólstaðarhlíðar- og Svínavatns-hreppum.
Um eða nálægt 150 fjár fórst í Bólstaðarhlíðarhreppi og um 100
fjár í Svínavatnshreppi. Mest tjón á einstökum bæ varð þó í Vind-
hælishreppi á Þverá í Norðurárdal. Þar fórust fullar 40 kindur og
2 hross (sjá Hrakhólar og höfuðból, bls. 131). Tiltölulega hefur þó
Valdimar Sigurgeirsson í Selhaga orðið fyrir mestu tjóni, því að
hann missti, að sögn Bjarna á Bollastöðum, 12 ær af 40.
í Torfalækjarhreppi urðu fjárskaðar á 4 bæjum: Orrastöðum,
Kagaðarhóli, Hnjúkum og Hjaltabakka, og munu hafa farizt á
þessum bæjum rúmlega 50 kindur. í Sveinsstaðahreppi fórust
nokkrar kindur á Hólabaki. í Áshreppi fórst engin kind. Ég heyrði
ekki getið um neinn fjárskaða í Engihlíðarhreppi. Skagstrending-
ar létu ekkert út, enda haugabrim þegar um morguninn og hríð
úti fyrir.
í Svínavatnshreppi varð mestur fjárskaði á Hrafnabjörgum. Þar
fórust 23 kindur. Til þess var tekið hvað féð var illa leikið á Svína-
vatni. Það var uppi á hálsi og lenti á svellum á Lönguflánni. Varð
sumt gliðsa á svellunum. Á Svínavatni munu hafa farizt um 10
kindur. Ein ær í Blöndudalshólum, sem fannst eftir viku, lá alveg
á hryggnum. Hún var að mestu í fönn, þó stóð upp úr önnur aftur-
klaufin. Ærin náðist lifandi. Klaufina leysti af henni, en hún fékk
skinnsokk á fótinn í bili og lifði af. Forustusauður í Litladal kom
fyrir eftir 5 vikur, kom þá saman við féð. Var það hald manna, að
hann mundi hafa komizt fram á Hálsa fram fyrir heiðargirðingu.
Drógu menn það af því, að harðsporar fundust eftir kind í hliðinu
á heiðargirðingunni.
Það, sem er innan tilvitnunarmerkja er tekið úr dagbók minni,
nema tilvitnuðu ummælin um veðrið almennt 8. febrúar í upp-
hafi greinarinnar, þau eru úr Öldinni okkar.