Húnavaka - 01.05.1963, Page 73
HÚNAVAKA
Mildur vetur færir frið
flestum eyðir trega.
Góublærinn glingTar við
gluggann yndislega.
Jörð og gróður örvar yndi
eykur sjóð í blómareit.
Blómleg fljóðin létta lyndi,
lífgar móð að búa í sveit.
Marga hilling hrífur frá
hugarstillingunni.
Sumir villast alltaf á
aldarspillingunni.
Veiknr í göngum.
Heldur dofnar hugurinn
herðir elli böndin.
Eg er að kveðja í síðsta sinn
sólbjört heiðalöndin.
Á Hveravöllum.
Sunnan golan seiddi hlý
sigraði kröm og elli.
Eg er kominn enn á ný
inn á Hveravelli.
Hér má líta hraunsins feld
hátt við tindar blasa.
Hér við kennum ís og eld
angan blóma og grasa.
Er vetur byrgði birtu og sól,
brostin föng í hlóðum,
útlagarnir yl og skjól
áttu á þessum slóðum.
Júlíus Jónsson.
71
STÖKUR
Sá í anda sælli kjör,
sigldi úr landi hópur.
En Jrar sem Blanda víkkar vör
varð ég strandaglópur.
Landhelgisdeilan.
Hvernig skyldi brezka Beta
bregðast við þeim nýju siðum,
og mega stöðugt steikja og éta
stolinn f'isk af íslandsmiðum.
Eftir jarðvinnslu i fílönduhlíð.
Fann ég víða vors um tíð
vitna þýðan anda.
Kveð ég blíða Blönduhlíð
býlin fríð þar standa.
Þar við gróður Jrakta slóð
þrestir ljóð mér sungu.
Kveð ég óðul, kot og þjóð
kveð ég fljóðin ungu.
Tíminn rann, ég tíðum fann
trygga og sanna drengi.
Kveð ég hann, er hjá ég vann
honum ann ég lengi.
A biðstofu hjá lœkni.
Þó að kallið klukknahljóms
komi varla án tafar,
bágt er að verða að bíða dóms
beggja megin grafar.
Tómas R. Jónsson.