Húnavaka - 01.05.1963, Side 75
PÉTUR SIGURÐSSON:
RÆÐA
flutt á hálfrar aldar afmæli U.S.A.H.
Um og eftir síðustu aldamót var mikill vorhugur og gróska í ís-
lenzku þjóðlífi. Eftir langa og harða baráttu hillti loks undir loka-
sigur í sjálfstæðismálinu, æskan leit björtum augum til framtíðar-
innar full trúar á landið, staðráðin í að leggja sig alla fram í þeirri
uppbyggingu, er í hönd færi á öllum sviðum þjóðfélagsins.
Við þessar aðstæður risu hér á legg þrjár félagsmálahreyfingar,
samvinnuhreyfingin, verkalýðshreyfingin og ungmennahreyfingin.
Þó að þær væru að ýmsu leyti ólíkar mátti segja að þær stefndu all-
ar að einu og sama marki. — Nýju og betra íslandi og auknum
þroska íbúa þess til sjávar og sveita.
Á þeim tíma, sem síðan er liðinn hefur gjörbylting orðið í íslenzku
þjóðlífi bæði í menningarlegu og verklegu tilliti. Og sé litið á
heildarmynd þessa tímabils verður ekki annað sagt en að það hafi
verið óslitin sigurbraut íslenzku þjóðarinnar til aukinnar menning-
ar og bættra lífskjara. Og félagsmálahreyfingarnar þrjár hafa átt og
eiga enn sinn ríka þátt í þessari þróun, hver á sínu sviði.
í dag erum við saman komin til að minnast vaxtaráfanga, sem
ein grein hins mikla félagsmeiðar hefur náð. Við stöndum á tíma-
mótum, samtök ungmennafélaga í Austur-Húnavatnssýslu hafa
starfað um hálfrar aldar skeið og eru nú að hefja göngu sína á
sjötta tuginn. í tilefni þess skulum við líta til baka og freista þess
að varpa nokkru ljósi á fimmtíu ára starfsferil USAH. Ekki er ætl-
unin að freista þess að segja neina sögu Sambandsins, enda mun
hún bráðlega verða gefin út í Skinfaxa, tímariti UMFÍ, skráð af
einum helzta frumherja ungmennahreyfingarinnar í þessu héraði.
Hér verður aðeins getið nokkurra aðalþátta starfseminnar og verð