Húnavaka - 01.05.1963, Page 81
HÚNAVAKA
79
um við í andstöðu við æskuna, þá er einhver sök hjá okkur. Eitt-
hvað að verða að steingjörfingi í okkar eigin sálum.“ í þessum orð-
um felast lífssannindi, sem hinum eldri er jafnan hollt að hafa í
huga. Æska allra tíma gerir sig að sjálfsögðu seka um mörg mistök.
En þau víxlspor, er æskan stígur eiga alltof oft rót sína að rekja til
hinnar eldri kynslóðar, sem vanrækt hefur að vera hinum ungu
sú fyrirmynd, sem henni bar að vera.
Húnvetnsk æska hefur á þessum tímamótum fært samtökum okk-
ar dýrmæta gjöf, þá beztu, er kosið varð. Að líkindum hefur aldrei
fyrr bætzt jafn fjölmennur hópur æskufólks í ungmennafélög hér-
aðsins en einmitt á sl. ári.
Er við höldum hátíðlegt fimmtíu ára afmæli samtaka okkar er
vetur í landi, óvenju mildur að vísu, þó er fold freðin og hrím
hylur grund. En það er hækkandi sól og á næsta leiti bíður vorið í
fegurð sinni og fyrirheitum um líf og gróanda. Við gleðjumst yfir
unnum sigrum, en hitt er þó ennþá meira fagnaðarefni að eftir
hálfrar aldar starfsferil skuli æska héraðsins enn rétta ungmenna-
félögunum örfandi hönd. Megi það verða upphaf nýs landnáms,
nýrrar sigurgöngu með hækkandi sól í árdagsskini heillandi fram-
tíðardrauma.