Húnavaka - 01.05.1963, Side 90
ÞORSTEINN MATTHÍASSON:
Klukkan
Svo seni Húnavaka sú, er út kom 1962, ber með sér, þá áui é(í>
á útlíðandi vetri ágæta kvöldstund og skemmtilegt rabb, við hin
ágætu hjón Halldór Jónsson bónda að Leysingjastöðum og konu
lians Oktavíu Jónasdóttur.
Halldór bóndi lét mér þá í té tvö erindi, sem hér lara á eftir:
Klukkunni seinkad.
í nótt var ævi mín aukin um klukkustund.
Ég ætlaði að sofa og nota vel þennan tíma.
Margt skeður óvænt, ég lenti á farand fund,
og fór að hátta, þegar byrjaði að skíma.
En víxlarnir falla. í vor mun klukkunni flýtt,
þá verð ég að greiða, hvernig sem málin standa.
Vonlaust ég fái framlengingu upp á nýtt.
Fjandi er slæmt að lenda í svona vanda.
Og nú ári síðar er ég aftur á Leysingjastöðum. A viðmóti hjón-
anna hefur engin breyting orðið, og Halldór bóndi hefur sem fyrr
margt það til mála að leggja, sem gott er á að hlýða. — Ég minni
hann á okkar fyrri fundi og þá „hugdettu“ sem hann þá lét mér í
té. Jú, Halldór mundi þetta, en svo kom vorið og þá var klukk-
unni flýtt.
í nótt féll víxillinn, nú var klukkunni flýtt,
næsta lítið í sjóðnum til þess að greiða.
Alls ekki fáanleg framlenging — það var skítt.
Nú finn ég til þess, að slæmt getur verið að eyða.