Húnavaka - 01.05.1963, Page 94
92
HÚN AVARA
vetningum. Það keypti hús á
Blönduósi og breytti því, festi
kaup á vélum frá Vestur-Þýzka-
landi og hóf starfsemi sína í
september 1962. Sendir voru
tveir menn til Vestur-Þýzkalands
til að kynna sér meðferð vélanna
og framleiðslu hluta úr trefja-
plasti. Allt hráefni, sem notað
er, er flutt frá Vestur-Þýzkalandi.
Hlutir gerðir úr þessu efni eru
mjög léttir, en hafa þó mikinn
styrkleika.
Framleiðsla er hafin á tveim-
ur gerðum af vatnabátum, önn-
ur gerðin með tvöföldum botni,
einnig er búinn til bátur sérstak-
lega ætlaður fyrir síldveiðiskip.
Þessi bátur var teiknaður af
skipasmið í Reykjavík og var
sérstaklega miðaður við íslenzka
staðhætti.
Framleiddir hafa verið línu-
stampar, mikið af stólagrindum,
sem þykja hentugar. Þá hafa ver-
ið búin til ýmiss konar ílát fyrir
slátur- og frystihús, og verið er
að hefja framleiðslu á stórum
kerum til ostagerðar fyrir mjólk-
urbú. I vetur tók fyrirtækið að
sér að húða lest á nýju stálskipi
m.s. Arnarnesi, að innan, með
trefjaplasti. Er það nýjung hér-
lendis, en talið gefa mjög góða
raun, þar sem trefjaplast mynd-
ar sterka og varanlega húð inn-
an í lesinni og auk þess mjög
auðvelt að halda henni hreinni.
Fyrirhuguð er framleiðsla á
ýmsum fleiri hlutum t. d. hús-
um á dráttarvélar og jeppa.
Sala á framleiðsluvörunum
hefur gengið vel.
Formaður hlutafélagsins er
Zóphónias Zóphóniasson bíl-
stjóri Blönduósi og hefur hann
að mestu leyti annazt fram-
kvæmdastjórastörf fyrirtækisins
frarn að þessu. Aðrir í stjórn eru:
Einar Þorláksson Blönduósi og
Ágúst Jónsson Reykjavík. Hjá
fyrirtækinu starfa nú 4 menn og
er þegar verið að gera ráðstafan-
ir til að auka húsnæði fyrirtæk-
isins.
Frá Samvinnufélögunum
á Blönduósi.
Vörusala K. H. Blönduósi á
árinu 1962 varð 33 millj. króna,
hafði lnin aukizt um ca. 25%
frá sl. ári.
Innlánsdeild félagsins óx um
3.2 millj. kr. á árinu. Skulda-
aukning við félagið var 1 millj.
Þá tók félagið skuldabréf fyrir 2
millj. frá bændum, sem höfðu
fengið lausaskuldalán í Búnað-
arbankanunr.
Fyrirhugaðar eru miklar fram-
kvæmdir hjá félaginu.
Verið er að koma upp fóður-
blöndunarstöð og er ráðgert að
bændur geti fengið fóðurblöndu
frá henni í vor. Hafin er bvgg-