Húnavaka - 01.05.1963, Síða 96
PÁLL JÓNSSON:
Fróðleiksmolar úr
Höfðakaupstað
Höfði eða Höfðakaupstaður hét verzlunarstaðurinn upphaflega.
Við vitum ekki hvenær verzlun hófst hér, en snemma á öldum
munu skip hafa notað Spákonufellshöfðann fyrir skipalægi. Norð-
an í Höfðann gengur þröng vík en djúp, sem Vékelsvík (Vækils-
vík í framb.) heitir. Þangað inn var skipunum siglt og þau bund-
in þar við landfestar. Til skamms tíma var stór járnhringur, festar-
hringur, þar í kletti. En nú er kletturinn hruninn í sjó og þau um-
merki horfin. Við Sauðsker er enn þrengri vík eða skora inn milli
klettanna. Þangað voru skipin dregin og bundin og göngubrú lögð
í land. Káetu skipstjórans, sem venjulega var um leið kaupmaður-
inn, var nú breytt í „Krambúð" og þar fór verzlunin fram. Fólk
kom úr landi einn og einn, eða fleiri og verzluðu við kaupmanninn.
Síðar færðist skipaafgreiðslan suður fyrir Höfðann og trébrvggja
byggð sunnan undir Einbúanum. Verzlunarhúsin mynduðu stórt,
afgirt svæði (port), sem var lokað með sterkum tréhliðum. Þeim
var læst á nóttum. Verzlunarstaðarins er fyrst getið í skrifum, eftir
að einokunarverzlunin var lögleidd. Þá var Höfði einn af 20 verzl-
unarstöðum, sem einokunarkaupmennirnir áttu að sigla til hér á
íslandi. Verzlunarsvæðið var meiri hluti Húnavatnssýslu og Skaga-
fjarðarsýsla vestan Héraðsvatna.
Þegar danskir einokunarkaupmenn settust hér að breyttu þeir
nafni kaupstaðarins og kölluðu Skagaströnd, þvf danskir áttu svo
erfitt með að mæla fram hart orð eins og Höfði. Nú finnst mér
eðlilegt að nafni kauptúnsins sé aftur breytt í rétta nafnið og við
öpum ekki lengur latmæli Dana, því sveitin, strandlengan frá Laxá
og út með Húnaflóa að austan heitir Skagaströnd. Kauptúnið Höfði
eða Höfðakaupstaður. Þórdís spákona bjó undir Felli. Eftir henni