Húnavaka - 01.05.1963, Page 98
96
HÚNAVAKA
Höfðakaupstað er lífsnauðsyn sýslunni, jafnframt kauptúninu
sjálfu. Nú er höfnin orðin svo grunn af stöðugum sandburði inn í
liana að nauðsynlegt er að fá sanddæluskip. Það eitt að fá skipið í
10 daga vinnu kostar tvöfalt við það fjármagn, sem ríkið leggur
fram. Hvaðan á hinn hluti verksins að greiðast? Það er ljóst, ef um
er hugsað, að slík höfn sem hér er ekki aðeins byggð fyrir Höfða-
búa eina, 600—700 manns, enda útilokað að kauptúnið geti borið
fjárhagslega slíkan kostnað.
Hér verðum við sýslubúar að standa saman um möguleika á fram-
haldsbyggingu hafnarinnar. Fiskgengd hefur aukizt hér í flóanum
á síðari árum, eftir því sem friðunin hefur áhrif. Það er því tíma-
bært að tala um framlög ríkisins til að loka höfninni og byggja
bátahöfn. Fólki fer hér fjölgandi. Hér er fagur staður og lífvænleg-
ur dugandi fólki. Mörg ung og efnileg hjón hafa setzt hér að á síð-
ari árum. Æskunni er búinn möguleiki til undirbúnings lífsstarfs-
ins með miðskóla og landsprófsdeild, sem starfar hér í húsakynnum
barnaskólans. Margur efnilegur unglingur er hér uppvaxandi. Starf-
semi félaga er hér mikil, og öll hafa þau á stefnuskrá sinni að vinna
að velferðarmálum kauptúnsins.