Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 21

Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 21
HÚNAVAKA 19 Horfa ofan í dalinn. Hættur að hugsa um veiðina, matreiddi ekki handa sér. Aðeins beið. Svo eitt kvöld þegar óþreyjan átti sér engin takmörk, sá hann Mónu koma þeysandi á svarta hestinum neðan dalinn. Hann gekk á móti henni. Þú kemur seint Móna, sagði hann næstum hranalega. Hún hrökk við. Fyrirgefðu, það voru gestir, sagði hún undrandi. Móna, elskan mín, fyrirgefðu, ég hefi beðið í allan dag. Komdu og setztu niður hérna hjá blómunum. Hann greip liendi hennar. Móna ég get ekki þolað þetta lengur. Astin mín, ég dirfist að elska þig. Þú sem ert svo ung og yndisleg. Móna virtist hrædd í fyrstu, en settist niður hálf raunaleg. En Þórður, hvernig dettur þér þetta í hug, ég er barn enn og þú svo ríkur og fínn maður. Hann greip fram í fyrir henni. Móna ég er ekki fínn maður, ég er bara gamall húðarselur. En ástin, Móna, hún al'tekur mig, ég verð aftur góður drengur þegar þú ert hjá mér. Allt skal ég gefa þér. Auð og völd, falleg föt. Rósir, margar rauð- ar rósir. Móna, ég sé þig með fangið fullt af rósum. Hún brosti. Þú ert barnalegur Þórður, en hreinhjartaður ertu áreiðanlega og segir það sem þú meinar. Hann þagnaði, þetta með hreina hjartað var fidl mikið fyrir gamlan slarkara. Fyrirgefðu Móna, ég er heimskur karl. Sólargeisli, gefðu pabba gamla koss, við skulum gleyma þessu. Hún brosti, á ljáðum áttum lyfti hún björtu andlitinu upp. Þórður tók sínum hvítu höndum um herðar stúlkunni og vafði hana að sér. Heitur koss, langur eins og skilnaðarkoss. Þau hrukku við, hlátur og skrækróma rödd hljómaði neðan frá giituslóðanum. Sjáðu Þórð, þarna hefur hann sveitasæluna í fang- inu, ha, ha. Móna stóð blóðrjóð og ringluð, Þórður rauður af reiði. Neðan hvamminn komu maður og kona. Þórður ég komst ekki að. . . . að segja þér, þau komu áðan. Ég gaf þeim kaffi og þeysti svo hingað til þín að láta þig vita að þú ættir von á gestum. Þau tvö komu upp að kofanum. Kona á háhæluðum skóm með lakkað- ar negiur og eldrauðar varir. Hún gekk til Þórðar, bauð honum varir sína. Hann skotraði augum til Mónu og kyssti konuna á vang- ann. Þú hefur það fínt vinur, sagði konan og hló. Hún leit ögrandi til ungu stúlkunnar, sem stóð þarna í hversdagslegum fötum og laust hárið bylgjaðist í sumargolunni. 9*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.