Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 40
.'(8
HÚNAVAKA
liann ereinn þeirra manna, sem allir halda fávísa, en samt eiga sína
eigin veröld, sem enginn fær aðgang að. Eg bauð lionum gott kvöld
og spurði hann i’rétta. IJað var hann, sem sagði mér alla söguna, lierra
dómari. Mér er það á móti skapi að tala um það, sem hann sagði
mér, því að jón Jónsson var vinur minn, og hversu mjcig, sem þessi
góði staðfasti maður hefur brotið af sér, lield ég að með tíð og tíma
muni ég geta fyrirgefið lionmn þetta lijótræði, sem <»11 i sjállsmorði
hans. En fyrst þér farið eindregið lram á það, skal ég segja lrá öllu.
Um morguninn 20. júlí síðastliðinn, sem var sunnudagur, sást Jón
(ónsson koma út úr luisi sínu. Hann var augsýnilega nývaknaður
og bæði ógreiddur og órakaður. I lann var með mjólkurbrúsa í liend-
inni og stefndi út í mjólkurbúð. Ég varð hissa að heyra, að liann
hefði farið ógreiddur út, því Jón heitinn var hið mesta snyrtimenni.
En svo kom rothöggið. Hnnn var á náttjötunum einum sarnan ug
inniskóm. Þannig til fara gekk liann, eins og ekkert hefði ískori/.t,
út og keypti mjólkina og brauðið. Afgreiðslustúlkan áttaði sig ekki
strax. á hvernig þessi mæti maður var klæddur, svo að hún afgreiddi
hann umyrðalaust. Hún var því síðasta manneskjan, sem talaði \ið
hann á hérvistardögum lians. Þetta er, herra dóniari, sagan sem verka-
maðurinn sagði mér. Hann var ákaflega hneykslaður, og það voru
þorpsbúar allir að hans sögn. Að þessi maður, sem gegndi ábyrgðar-
stöðu í þorpinu, og hafði notið álits og virðingar allra, skyldi bregð-
ast trausti þorpsbtia svona herfilega, og gera alla vini sína og vanda-
menn að fíflum. Þetta hefði verið alsakanlegt, hefði ]ón heitinn ver-
ið drukkinn, en öllum var það fullljóst, og engum þó betur en mér,
að Jón Jónsson bragðaði aldrei áfengan drykk. Hjá mönnum, sem
ég hitti niður í þorpinu, en þar var mannmargt þetta kvöld, því að
allir ræddu um hneykslið, frétti ég, að Jón hefði komið aftur út um
miðdegisleytið og ætlað að hitta vin sinn og samstarfsmann N. N.,
en þegar hann barði á dyr hjá honum, kom N. N. fram og læsti. Ég
gat alls ekki áfellst N. N. lyrir þessa afstöðu hans í málinu, ég hefði
sjálfsagt gert það sama í hans sporum. Þessi \ar líka skoðun allra,
sem ég talaði við. Jón Jónsson liafði sært alla bæjarbúa djúpu sári,
og haft þá vitandi vits að fíflum. Það dettur engum heilvita manni
í hug, ódrukknum, að fara á náttfötum einum saman út í búð á
sunnudagsmorgni. Ég kastaði því fram í hugsunarleysi, hvort hann
hefði orðið fyrir einhverju áfalli, sem hefði truflað geðsmuni hans,
en tók það strax aftur, því að ég fann, að menn fóru að snúa við mér