Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 58
H Ú NAVAKA
!)()
Bæði þar og á Blönduósi er starf-
andi miðskóladeild (landspróf).
Mun láta nærri að 400 börn og
unglingar séu í skólurn í A.-Htin.
Og má segja að nokkurt tómlæti
ríki sums staðar um að skapa
þessu fólki nægilega góð skilyrði.
I-'rd skógrœktarfélaginu.
Sl. sumar voru gróðursettar að
Gunnfríðarstöðum unt 22.925
barrplöntur og um 2.200 birki-
plöntur. I Langadal voru gróður-
settar 2875 barrplöntur, í Vatns-
dal 2550 plöntur, svo til allt barr-
tré, í Sveinsstaðahreppi 1250
barrplöntur og í Höfðabreppi og
Blönduósi .8—400 plöntur á hvor-
urn stað. Þetta var á vegum skóg-
ræktarfélagsins, en svo liafa
nokkrir einstaklingar fengið
plöntur að, án atbeina skógrækt-
arfélagsins.
Páskaliretið í fyrra mun ekki
hafa valdið verulegunr skemmd-
um hér fyrir norðan. Þó munu
tré í görðum, sérstaklega þar sem
þau stóðu sunnanundir í góðu
skjóli eitthvað liafa látið ásjá, en
sennilegt að þau jafni sig aftur.
Trjáplöntur þær, sem settar
voru niður að Gunnfríðarstöð-
um 1902, döfnuðu vel sl. sumar,
nema birkið, sem virðist hafa
drepizt að mestu.
Götuheiti d Blönduósi.
Hreppsnefnd Blönduóshrepps
ákvað nýlega á fundi sínum lieiti
á nokkrum götum og vegum
sunnan Blöndu. Gatan frá vega-
mótum sunnan Blöndubrúar og
niður með Blöndu heitir Árgata.
Gatan frá gamla samkomuhús-
inu og upp á vegamótin austan
kirkjugarðsins heitir Aðalgata og
vegurinn frá Háubrekkunni ogá
Argötu heitir Þingbraut.
Jafnlramt var ákveðið, að allar
þessar götur verði aðalbrautir í
umferðinni og auk þess, Húna-
brautin og Norðurbraut frá
Blöndubrú að Ámundakinn.
Mannfjöldi i A.Hún. 1. des.
1963.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
hagstofunnar voru íbúar Austur
Húnavatnssýslu 1. des. sl. 2874.
Þar bjuggu í sveitahreppunum
1104, á Blönduósi 046 og í Höfða
kaupstað 624.
Bifreidafjöldi i Húnavatnssýslu.
í lögsagnarumdæmi Húna-
vatnssýslu eru nú liðlega 600
bifreiðir. Þegar jíetta er ritað er
hæsta númerið H-715, en mörg
númer eða tæplega 100 eru laus
inn á milli vegna sölu eða burt-