Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 5
ÞORSTEINN B. GÍSLASON:
(Aiðspjallið Lúk. 8, 4—15.
Það er ekki sjaldgæft, að Jesús sæki líkingar og tilvitnanir í nátt-
úruna og lögmál hennar, Jiegar hann er að kenna lærisveinum sín-
um og tilheyrendum. Það er alveg víst, að hann helir haft næma
tilfinningu og glöggt auga fyrir ýmsu því, sem Jxir fór fram. Oft
hafðist hann við tímum saman úti í náttúrunnar ríki og samlífið
við hana varð lyrir J^að enn nánara. Honum var Jiað fyllilega Ijóst,
að margt mátti þar læra um guð og vilja hans, um hin dýpstu rök
iífsins og lögmál þess. Sálmaskáldið yrkir því vissulega í anda hans
þegar það segir: Guð allur heimur eins í lágu og háu — / er opin
bók um þig er fræðir mig, / já hvert eitt blað á blómi jarðar
smáu — / er blað, sem margt er skrifað á um þig. Alheimurinn
með sínum óendanlega margbreytileik, fegurð og fast mótuðu lög-
málum hefir ævinlega borið ríkulegt vitni um skapara sinn og
stjórnara tilverunnar. Og mjög er það líklegt, að Jiað hafi einmitt
fyrst og fremst verið athugun og eftirtekt manna á fjölbreytni
náttúrunnar, sem fyrst lyfti hugum þeirra til umhugsunar og trúar
á guð og tilveru hans. Hvort sem litið var út í himingeiminn á
heiðríku vetrarkvöldi og tindrandi stjörnumergðin birtist fyrir
sjónum manna, eða þeir litu til hinnar undursamlegu fegurðar í
blómskrúði vallarins og gróandans á jörðinni, þá hlaut það að
vekja aðdáun og lotningu fyrir jieim mætti, sem allt þetta hafði lát-
ið verða til og sem stjórnaði allri heimsrásinni. Fyrir því var ekki
hægt að loka augunum. Og því næmari sem menn voru, því gleggri
augu, sem þeir höfðu fyrir umhverfi sínu og fyrirbærum náttúr-
unnar, því meira gátu þeir lesið um guð, eðli hans og eiginleika
og jafnvel vilja hans og boð. F.nginn var næmari á þetta en drott-