Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Side 34

Húnavaka - 01.05.1964, Side 34
:S2 HÚNAVAKA Daginn fyrir Þorláksdag fór ég svo af stað kl. 7 að morgni ('eftir sveitaklukku). Gjört var ráð fyrir, að ég gisti á Blönduósi, því allir frá Holti gistu hjá Magnúsi kaupmanni og hiifðu þar öll sín við- skipti. Ég bar út eftir 10 punda haustullarpoka og eina smjörsköku. Þetta var létt í fyrstu. En svo fer sem oftar að „það er lítið sem gangandi manninn dregur ekki“. Um fullbirtu var ég kominn fyr- ir neðan Mosfell. Gekk svo um túnið á Reykjum, út yfir Torfavatn um Meðalheim og sjónhendingu þaðan að Hjaltabakka. Til Blönduóss kom ég kl. að ganga þrjú. Fór beint í búðina til Magnús- ar og lagði þar inn ullina og smjörið og tók allt út, sem ég þurfti. En Magnús afsakaði það við mig, að hann gæti ekki boðið mér inn, vegna þess, að taugaveikin væri hjá sér í húsinu. Hann kvaðst sjálfur ekki hafa neitt samband við húsið, og borðaði meira að segja annars staðar, til þess að geta afgreitt í búðinni. Ég hafði eins og aðrir í Holti, gert ráð fyrir að gista þar. En nú taldi ég mig ekki geta gist á Ósnum og hlaut að fara eitthvað til baka. Datt mér því í hug að fara að Holti á Ásum. Ég hafði aðeins einu sinni kom- ið þar áður og þekkti vel þá bræður Pétur og Guðmund. Þeir höfðu oft komið að Ljótshólum á meðan ég dvaldi þar. Á meðan ég dvaldi inni í búðinni fékk ég svo mikla harðsperru, að ég gat varla hreyft mig. Svo var ég líka orðinn svangur og hafði aldrei hvílt mig augnablik, frá því ég fór að heiman. Úttektin var rúm 20 pund, sem ég bar í tveim pokum í bak og fyrir. Fyrir sjálfan mig hafði ég ekkert keypt, nema Heiðarbýlið eftir Jón Trausta, sem var fram- hald af sögunni Höllu, sem llestir voru hrifnir af. Bókin kostaði 2 krónur. Á meðan ég dvaldi í búðinni, hafði hlaðið niður í logni og var allt orðið blindað. Loft var þungbúið, en þó hætt að snjóa og myrkrið að detta á. En nú var ég ekki eins léttstígur eins og um morguninn. Það var mér kvalræði að komast upp á brekkuna. En svo fór ég dálítið að liðkast. Samt fannst mér langir Hjaltabakka- melarnir fram að Laxá. Að lokum náði ég samt ánni. Þá fór að styttast upp að Holti. En það voru svellglottar og meinlegar þúfur og ég var alltaf að detta. Loks komst ég heirn á hlaðið. Hvað átti ég nú að gera? Átti ég að berja, eða leita uppi glugga og guða þar. Ég ákvað að berja. Ef bræðurnir kæmu til dyranna, ætlaði ég að biðja um næturgistingu, en ef einhver annar kæmi til dyra, ætlaði

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.