Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 33
INGVAR PÁLSSON:
Eftirminnilegt feráalag
Arið 1909, þegar ég var 13 ára gamall, átti ég heima í Holti í
Svínadal. Ég dvaldi þar hjá þeim góðu hjónum Guðmundi IJor-
steinssyni og Björgu Magnúsdóttur. Fyrri part vetrar átti ég að
stunda þar barnalærdóm undir ferming-
una fram yfir áramót, en fara þá á barna-
skóla vestur að Ási í Vatnsdal.
Sigurbjörg dóttir þeirra hjóna kenndi
mér og hefir að sjálfsögðu ekki verið öf-
undsverð af því, því ég var latur, en þó
varð henni nokkuð ágengt.
Þannig leið veturinn fram að jólum. F.n
þegar jólin nálguðust, þá vantaði Björgu
húsfreyju ýmislegt smávegis úr kaupstað.
Hún hafði vænzt þess, að Gvendur Póli
yrði á ferðinni og gæti farið þessa ferð fyr-
ir hana. En svo varð ekki.
Þegar aðeins voru eftir 3 dagar til jóla,
fór Björg fram á það við mann sinn, að fá
vetrarmanninn til þessarar ferðar, en hann var Ingólfur Daníelsson
frá Steinsstöðum í Skagafirði. En einhverra hluta vegna varð það
ekki. Annar var þá ekki til að ganga á beitarhúsin.
En þá bauðst ég til að fara þessa ferð. „Heldurðu að það sé nokk-
urt vit í að senda þig, barnið, þessa ferð,“ sagði Björg.
En ég hélt því fram, að ég gæti þetta engu síður en Gvendur Póli.
Þeir bræðurnir Jakob og Jóhann mæltu heldur með því, að ég
gæti þetta og svo varð það afráðið.
Það var nýafstaðinn hlákubloti sem hafði hleypt öllu í gadd og
frosið svo á eftir. Færið mátti teljast gott, en víða hált.
l)ieyar Pálsson.