Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1964, Qupperneq 49

Húnavaka - 01.05.1964, Qupperneq 49
PÉTUR H. BJÖRNSSON, Móbergi: GÖNGUR Vorið 1929 byrjaði ég búskap, og það sama vor eignaðist ég fyrstu skepnurnar. Ég keypti þá 30 kindur og tvö Iiross. Annan bústofn átti ég ekki, en var svo heppinn að fá að láni tvær kýr með góðum kjörurn. Hræddur er ég um, að þetta þætti ekki efnilegt nú á dög- um, a. m. k. ekki þeim, sem halda því frarn, að til þess að geta byrj- að búskap í sveit, þurfi menn að hafa minnst eina milljón króna handa á milli. Ég náði í ágæta jörð, Mjóadal í Laxárdal. Þar má hafa stórt bú, ef vel er að unnið, enda held ég að flestum bændum þar hafi búnazt vel. Þetta vor varð ég 22 ára gamall, en þá hafði ég áður verið í 8 ár hjá frænda mínum, Hafsteini Péturssyni, bónda á Gunnsteinsstöð- um. Þetta haust, 1929, biður Hafsteinn mig að fara fyrir sig í göngur á Eyvindarstaðaheiði. Þessu hefðu margir gripið fegins hendi, því að það hefur lengi verið draumur flestra st eitastráka að fá að fara í göngur. Ég hafði einu sinni áður farið gangnaferð á Eyvindar- staðaheiði, en þá lent í hríð og versta veðri, svo að mig langaði lít- ið í aðra slíka og mundi varla hafa gert það fyrir aðra en Hafstein, en honum vildi ég ekki neita, þar sem ég hafði ekki neitt sérstakt við bundið, enda þótt ferðin legðist ilia í mig. Til fararinnar fékk ég tvo ágæta hesta og svo auðvitað nesti og nýja skó, allt vel útilátið. Lagt var af stað, eins og venjulega, sunnu- daginn í 22. viku sumars. Earið var thnanlega, svo takast mætti að ná náttstað ekki mjög seint, en þessi náttstaður var við Ströngu- kvísl, sem er fremsti áfangastaður gangnamanna á heiðinni. Mér urðu samferða gangnamenn úr Svartárdal, gekk ferðin ágæt- lega fram að Ströngukvíslarskála. Við komum þangað nokkuð snemraa, voru þá margir ókomnir, en voru að tínast fram eftir öllu kvöldi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.