Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 37

Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 37
H Ú N A V A K A :?r> og ætlaði að loka bænum. F.n þegar raaðurinn fann mótstiiðuna, þá kippti hann hurðinni opinni og ég hraut með henni inn í clyrnar. Eg bauð gott kvöld og heilsaði unglingspilti, sem ég hafði aldrei séð áður. „Er Pétur heima?“ spurði ég. ,,]á, en hann er háttaður." „Viltu gjöra svo vel og spyrja hann livort hann geti lofað mér að vera í nótt,“ sagði ég. „Já,“ sagði maðurinn hikandi, en skildi þó ljéisið eftir og fór inn. Hann kom von bráðar aftur og sagði gistingu velkomna. Þá fyrst varð ég þess var, að ég stóð enn undir pokunum. Nú lienti ég þeim af mér og fór að reyna að verka af mér snjóinn. En það gat ég því aðeins að liggja upp við vegginn. Þegar það var bú- ið, segir maðurinn: „Er ekki bezt að fara með pokana inn?“ „Ég held að þeir megi liggja þarna," svara ég. En hann tók þá samt og dustaði af þeim snjóinn og hélt á þeim inn. Gott fannst mér, að göngin voru þröng og ég gat stutt mig til beggja handa. En óstuddur gekk ég þó inn baðstofugólfið og inn í hús til Péturs. „Nei. Þetta er þá Ingi litli frá Ljótshólum," sagði Pétur um leið og hann sá mig. Þegar ég hafði heilsað honum ásamt dreng, sem lá fyrir ofan hann í rúminu og lítilli stúlku í rúmi þar aftur af, þá vísaði hann mér að setjast á stól þar við borðið. Hann spurði mig svo um allt mitt ferðalag og ég sagði frómt frá öllu. Að ég hefði farið frá Holti í morgun og væri svo kominn þetta til baka. Hefði hvergi komið til að fá hressingu nema eitt glas af mjólk í Holti á Asum. Hann kallaði á Hólmfríði og bað hana að koma fljótt með mat handa mér. „Þú hefir auðvitað ekki mátt koma í Magnúsar- húsið, þegar taugaveikin er þar. Magnús hefir sjálfur ekki samband við húsið til að geta afgreitt í búðinni." Þessi ummæli Péturs þótti mér vænt um, því þá vissi hann alla málavexti. Maturinn kom og ég gerði honum góð skil. Ég tók eftir joví, að litla stúlkan, sem var háttuð þarna í rúminu tilfætis við rúm Péturs horfði mikið á mig. Pétur hefir víst tekið eftir því líka, því hann segir: „Þarna sérðu nú föðurbróðir þinn, Abba mín.“ „Hvernig lízt þér á frænku þína, Ingi litli?“ F.n hvorugt okkar svaraði. Þegar Hólmfríður bar aftur fram af borðinu segir Pétur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.