Húnavaka - 01.05.1964, Síða 30
28
HÚNAVAKA
séra Gunnari var heimilismaður, sem Ólafur hét Bjarnarson. Ein-
hvern tíma að loknum kosningum í Húnaþingi, þar sem þeir voru
báðir í framboði Jón á Akri og Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum, lét
Olafur svo um mælt, að sér hefði skilizt á séra Gunnari, að hann
vildi heldur að Hafsteinn kæmist að. ,,En af gömlum vana, setti
ég lítinn kross við Jón, en miklu stærri kross við Hafstein. Þeir
liljóta að skilja þetta fyrir sunnan."
Olafur var ekki kaupfélagsmaður, og þótti lítið til þeirrar starf-
semi koma, fann hann henni flest til foráttu.
Einhvern tíma á slættinum hafði hann orð á því, að mikill væri
munur á ljáunum frá Kristjáni kaupmanni Gíslasyni og kaupfé-
laginu.
„Ljáirnir frá kauptélaginu eru svo deigir, að þeir þola ekki einu
sinni að fyrir þeim verði hrossataðshrúga, þá eru þeir búnir. En
ljáirnir frá Kristjáni. Þó maður slái með þeim í grjóti allan daginn,
skipta þeir sér ekkert af því.“
Jónas Tryggvason:
Sinna hlaut ég hörðum kvöðum
Húnavöku.
Greip því upp úr gömlum blöðum
gleymda stöku.
Við sólarlag.
Himins eldur fölskvast fer.
Fram nú seldi völd sín dagur.
Hvað því veldur, að hann er
undir kveldið svona fagur.
Sál mín þyrst í vorsins veig
var hér kysst af geislum þýðum,
sá nú fyrst, er sólin hneig
sumarið, yzt á fjallahlíðum.