Húnavaka - 01.05.1964, Qupperneq 19
INGA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, BUhuluósi:
Rósir handa Mónu
Dalurinn ljómaði þann dag er Þórður stórkaupmaður settist að
í veiðikofanum við ána, fyrir ofan Hraun. Það hafði lengi rignt,
en þann morgun stytti upp. Móna bóndadóttir kom út á lilaðið og
horfði niður dalinn, hún sá bílinn koma. Það var auðséð að þar
var enginn aumingi á ferð, bíllinn nýjasta módel. Þórður ók varlega
heim að Hrauni.
Þessir árans sveitavegir, þeim skyldi enginn treysta. Þarna sá hann
Mónu standa. Hann hafði séð hana undanfarin sumur, en þá var
hún bara stelpa, en nú, hvílík fegurð. Hann stöðvaði bílinn og
flýtti sér út.
Sæl Móna, en hvað þú ert orðin falleg, lireinasta dama. Hvar er
pabbi? Hún rétti honum höndina hálf feimin og horfði á hann.
Þórður var hár og orðinn nokkuð feitur, ljós í andliti, með kol-
dökk augu, sem horfðu í gegnum mann. Hún bauð honurn í bæinn
og faðir hennar kom í flýti utan af túninu til að fagna gestinum.
Þórður var kærkominn gestur, það kom með honum líf og fjör.
Hann keypti af þeim mjólk og brauð og hlóð á þau gjöfum, ávöxt-
um og súkkulaði. Móna litla hafði fært honum mjólkina á kvöldin.
Það kom annar svipur á allt þegar Þórður fór á haustin og ein-
manaleikinn altók þau. Þetta var ekki staður fyrir unga stúlku eins
og Mónu, afdalur þar sem varla sást hræða.
Þórður drakk kaffið og hló mikið og masaði. Augu hans leituðu
oft til Mónu. Það kom áfergja í svipinn eins og þegar hann festi
kaup á nýjum bíl eða leit yfir vörubirgðir sínar.
Þessi stúlka svo fersk og ung, hún gæti gefið honum aftur æskuna,
gert hann kátan og fjörugan eins og hann var áður, þegar hann var
að eltast við Hlíf, sem varð konan hans og olli öllum hans vítis-
2
L