Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 56
Fréttir og fró&leikur
Frá S. A. H.
Hjá S. A. H. var slátrað 38.499
kindum sl. haust eða um 3500
kindum færra en haustið 1962.
Dilkar reyndust með allra rýrasta
móti. Meðalþungi var 13,31 kg.
Innlögð mjólk á árinu 1963
var 3.4 millj. kg. og er það um
7,6% aukningfrá því árinu áður.
Keyptar hafa verið nýjar vél-
ar til þurrmjólkurvinnslu, sem
koma í apríl og kosta um 2 millj.
kr. með nauðsynlegum breyting-
um vegna þeirra.
Félagsheimilið á Blönduúsi.
Kvikmyndasalur félagsheimilis-
ins var tekinn í notkun í júlí-
byrjun. Þjóðleikhúsið sýndi þá
leikritið „Andorra“. Kvöldið eft-
ir sýndi Leikfélag Reykjavíkur
„Hart í bak“. Þá þurfti að setja
um 30 laus sæti í leiksalinn, sem
tekur 296 manns í sæti.
Sl. haust var sett upp kvikmynda-
sýningarvél af fullkomnustu gerð
I’hilips sýningarvéla. Það er hægt
að sýna bæði „breiðtjalds- og
Cinemaseopesmyndir“, og eru
sömu möguleikar til sýninga og
hjá öllum kvikmyndahúsunum í
Reykjavík nema Laugarásbíó og
Háskóiabíó, sem geta sýnt mynd-
ir í ,,7'odd a o“
Breidd myndar á tjaldi getur
\erið allt að 6,70 m og hæð 4 m.
Taldi örvggiseftirlitsmaður ríkis-
ins allan frágang og aðbúnað í
sýningarklefa sérstaklega vand-
aðan.
F a s t a r kvikmyndasýningar
Iiafa verið 3 á viku. Sýningargest-
ir hala verið að meðaltali 320—
330 á viku en flestir hafa þeir
verið 580 á viku.
Nú má heita að byggingu lél-
agsheimilisins sé lokið, en þó er
eftir að innrétta eldluis, búnings-
herbergi fyrir leikstarfsemi og
gera við lóð. Byggingakostnaður
er nú um 10i/2 millj. kr. og eru
þá taldir með vextir af bygginga-
skuldum.
Framkvæmdastjóri hússins er