Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 38

Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 38
36 HÚ NAVAKA „Drengurinn þarf að fara að leggja sig fyrir.“ „Hann á að leggja sig fyrir hjá honum Anta,“ svaraði hún. „Þú átt nú, drengur minn, að leggja þig fyrir í næsta rúmi hér fyrir framan dyrnar, hjá piltinum, sem fylgdi þér inn,“ sagði Pétur. Nú reis ég upp og studdi mig við borðið á meðan. Eg þakkaði Pétri fyrir matinn. „Þti ert eitthvað stirður. Þú færð sennilega harðsperru eftir þetta ferðalag. Þti skalt sofa vel út í fyrramálið. Nógur er dagur fram að Holti. En það var eins og hjá barni, sem er að byrja að sleppa sér, Jregar ég sleppti af borðinu til að ná hurðinni. En rúrnið var eins og fyrr segir við dyrnar að framan. Anti var háttaður. Með erfiðismunum dró ég af mér fötin — og lagðist fyrir framan Antoníus — en svo hét þessi maður. Rúmið var hörð heydýna og skinn ofan á. En ég var feginn hvíldinni. Það eina sem ég ávarpaði rekkjunautinn var: „Varstu að koma úr fjósinu þegar ég kom?“ „Nei, ég var aðeins að gæta að kú, sem á að fara að bera,“ svar- aði hann. Þetta var í fyrsta skipti sem við Antoníus Pétursson hitt- umst. En síðar áttum við eftir að vera nágrannar í rúm 30 ár. Þegar ég fór að klæða mig morguninn eftir um kl. 10, þá kom Pétur inn með gest, sem var Sveinn Benjamínsson í Hjaltabakka- koti. Hann var að fara fram að Holti til að sækja þangað trvppi. Pétur hafði beðið hann að lofa mér að verða samferða og jafnframt að halda á pokasniglunum fyrir mig. Þeir væru það þungir að betra væri fyrir mig að ganga lausan. Þegar við höfðum matazt, lögðum við af stað. Sveinn bar fyrir mig pokana alla leið að Holti, auk Jress varð hann að bíða eftir mér með köflum. Frá þeirri stundu þótti mér vænt um Svein Benjamínsson á meðan hann lifði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.