Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1964, Qupperneq 36

Húnavaka - 01.05.1964, Qupperneq 36
34 HÚNAVAKA ósjálfrátt. Fyrir austan Hurðarbak áttu að vera melgötur. Þær fann ég og gat nú gengið heldur greiðara. Ég ákvað að reyna að ná að Orrastöðum. Húsbóndann þar þekkti ég vel, Pétur T. Tómasson. Hann var góðkunningi þeirra I .jótshólahjóna og góður vinur Gísla bróður míns. Svo beygði ég heldur vestur á við, til að ná Torfavatni, því þar var jró slétt að ganga, þó spölurinn væri ekki langur. En meðan ég var á vatninu, skall á logndrífuél og ég sá sama og ekkert frá mér. Nú var bara eftir að vita hvort ég gæti tekið rétta stefnu á Orrastaði. Þar hafði ég aldrei komið, en þeir áttu að standa austan undir bergi. Eftir alllanga göngu að mér fannst, kom ég á berg. Eftir að liafa prílað mig þar upp og yfir það, sýndist mér ég sjá hús og varð nii allfeginn. En þegar nær kom, voru þetta liross, sem tóku sprettinn og hurfu mér sjónum. Bergin voru líklega tvö. Nú tók við greiðfær flói aftur. Eftir nokkra stund kom ég á annað berg. Þar hlaut bærinn að vera. Upp á það kornst ég, þó það kostaði margar veltur. En miskunnarlaust hlóð niður í logni og sá ekki frá sér. En þó sýndist mér ég sjá dökknu framundan, sem hlaut að vera hús. Þegar nær kom, var þetta bara stór steinn. Nú fannst mér ég alveg vera að gugna. Ég velti af mér pokun- um og settist undir steininn. Þess hafði ég heyrt getið, að villtir menn hóuðu, í þeirri von að þeim yrði anzað. En hvað þýddi að hóa. Nú hlaut að vera komin nótt. Helzt hefði ég viljað halla mér upp að steininum og sofna. En þá mundi ég það, að sagt var, að þeir sem sofnuðu úti, vöknuðu ekki aftur. Nei, ég varð að halda áfram. Enn tók ég poka mína og meira valt en gekk ofan af berginu. Ég kom aftur á slétta mýri, en fannst þó ég ætla um koll í hverju spori. Loks kom ég að þriðja berginu og var nú fyrir austan það. Allt í einu sá ég ljósi bregða fyrir, en þó dauft. Það var á hreyf- ingu og svo hvarf það. Ég lifnaði nokkuð við og reyndi að fara að hlaupa. Enn datt ég. Þegar ég var að brölta á fætur, varð ég þess var, að þetta var mykjuhlass úr kláfum. Þá hlaut ég að vera á Orrastaða- túninu. Svo brá ljósinu fyrir aftur og var nú stutt frá. Ég meir að segja greindi manninn, sem bar það og sá á eftir honum inn í dyr. Það lagði örlitla skímu frá lugt, því hurðin var í hálfa gátt. Jafn snemma og ég ýtti á hurðina að opna hana, ýtti maðurinn á móti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.