Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 23
HÚNAVAKA
21
ar sig og pantar leigubíl. Hún tekur töskuna sína og sezt inn í
bílinn. Hún nefnir húsnúmerið og þau þjóta ai' stað. Bíllinn nem-
ur staðar hjá ríkmannlegri villu. Engin Ijós í gluggum, sýnilega
enginn heirna. Hún borgar bílstjóranum og gengur hikandi heim
að húsinu. Há tré með slútandi greinum þöktum snjó. Grenitré
eru svo yndisleg. Hún gengur upp tröppurnar, opnar hikandi og
kveikir Ijós.
Hér eru dúnmjúk teppi á gólium, lilýtt og mjtalegt. Bórður veit
ekki af henni, en lieldur að hún komi eftir tvcj daga. Hann verður
giaður, augu hans munu ljóma þegar hann kemur heim og sér hana.
Hún litast um, í stofunni, eldhúsinu og baðinu. Aldrei hefir hana
dreymt um annað eins skraut. hetta á hann allt og dvelur hér einn.
Hann sagði að gömul kona tæki til lijá honurn tvisvar í viku. \ú
;itti hún að búa hér og eiga allt með honum. Hún brosir ieyndar-
dómsfuilu brosi við mynd sinni í speglinum. Hún er þunn á vang-
ann, augun sýnast of stór í fölu andlitinu, en í þeim er bjarmi frá
innri eldi. Barnið þeirra á að alast hér upp við allan þennan munað.
Hún fer úr kápunni, leggur hana á stól á ganginum. Hún opnar
hurð, og kveikir, svefnherbergið hans. . . . Hún stendur á gólfinu
eins og negld niður. I rúminu liggur konan sem kom í sumar að
Hrauni. Hún sefur með hvítar liendur með rauðum nöglum, ofan
á sænginni. Móna slekkur, reikar náföl til dyra og opnar. Hurðin
lellur í lás á eftir henni. Hún rankar við sér þegar ískaldur vind-
urinn tekur í kjólinn hennar. Kápan liennar varð eftir inni, hún
tekur í hurðina, hún er iæst, en lykillinn er í kápuvasanum. Jæja
það gerir ekkert til. Hún reikar niður götuna. Hríðin eykst. Hvert
fer hún? Það er sama. Aðeins ef hún kemst nógu langt frá þessu
iiræðilega húsi.
Löngu seinna kemur gamall maður eftir götu í útjaðri bæjarins
og finnur stynjandi stúlku í skafli í húsasundi.
Lögregla, sjúkravagn, læknar. Hvítklæddar verur allt um kring,
að lokum ekkert. . . .
Þórður kom raulandi upp tröppurnar og gekk inn. Hann ætlaði
að hafa skyrtuskipti og borða úd. Ekkert tesull í kvöid. Móna kem-
ur eftir tvo daga. Augun ljóma. Hann gengur að svefnherbergis-
dyrunum við skímuna úr forstofunni og hraðar sér. Hann sér sof-
andi konuna og hrópar: Hvað leyfir þú þér? Hún vaknar hrædd.
Teygir armana til hans. Þórður ég fer aldrei frá |jér aftur. Fyrir-