Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 44
42
HÚNAVAKA
hressingu og segja honum hve mikilvægan þátt hann hefði átt í því
undarlega ævintýri, að Iialda þessum félagsskap lifandi í gegnum
árin.
En eitt af frumskilyrðum fyrir áframhaldandi lífi félagsskapar
sem þessa, er, að hann geri sér ekki stærri hugmyndir um getu sína
til risnu en efnin leyfa.
Karlakórinn hefur tvívegis áður gert sér nokkurn dágannm í sam-
bandi við starlsalmæli. Var það lyrst er hann var tvítugur og síðan
aftur er Iiann var 25 ára. En þrítugsafmælið leið hjá án nokkurs til-
halds. Það er mér nokkurt undrunarefni, að engum kórfélaga skuli
hat'a dottið í hug, a. m. k. ekki gert það uppskátt, að láta þessa gleði
standa í tvo daga, til að vinna þannig upp hversdagsleikann á þrí-
tugsafmælinu. En það sýnir bara, hvað við erum hófsamir í öllum
munaði og tökum þennan félagsskap alvarlega. Þó væri held ég
skakkt, að álíta okkur sérstaka meinlætamenn á neinu sviði.
Að þessu sinni höfum við leylt okkur nokkra tilbreytingu í sam-
bandi við afmælið. Er sú helzt, að við höfum getið út sögu Karla-
kórsins, sem ég vona, að þið hafið fengið í hendur. Hún geymir auk
sögunnar 15 karlakórslög eftir þrjá lyrrverandi scingstjóra okkar.
Séra Gunnar Árnason samdi söguna af mikilli þekkingu og hlýjum
skilningi, sem hans var von og vísa, en ritari kórisins, Guðmundur
Tryggvason, skrautritaði liana af sinni frábæru listrænu smekkvísi.
Munum við seint fá íullþakkað þessum mönnum þeirra mikla og
óeiigingjarna starf í þágu félagsskaparins.
Ég tel rétt, áður en ég skilst við þennan þátt, að nefna hér natn
Gísla sáluga Pálmasonar á Bergsstöðum, en liann var söngstjóri
kórsins um nokkurt skeið. Það er ekki af ræktarleysi við minningu
hans, að við birtum ekki lög eltir hann ásanit hinum, sem í bók-
inni eru. Gísli Pálmason mun hafa gert freniur lítið af tónsr.ilði svo
vitað sé. Þó er vitað um eitt lag eftir hann fyrir blandaðan kór. Hafi
Iiann gert meira af tónsmíði, en almenningi er kunnugt hér uíli
slóðir, var ekki vitað hvar þau væru niðurkomin, en timi orðinn
naumur til að grafa slíkt uppi, þegar senda þurfti heimildir og önn-
ur gögn í sambandi við ÚDgáfuna suður. En hitt mun söngbræðrum
Gísla sáluga kunnugt, að hann var mjög músikalskur, mikill söng-
maður og frábær orgelleikari af sjálfmenntuðum manni að vera.
Mér hefur stundum verið hugsað til þeirra tíma, þegar Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps var stofnaður. Og mér hefur fundizt, að þeir