Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 30

Húnavaka - 01.05.1964, Blaðsíða 30
28 HÚNAVAKA séra Gunnari var heimilismaður, sem Ólafur hét Bjarnarson. Ein- hvern tíma að loknum kosningum í Húnaþingi, þar sem þeir voru báðir í framboði Jón á Akri og Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum, lét Olafur svo um mælt, að sér hefði skilizt á séra Gunnari, að hann vildi heldur að Hafsteinn kæmist að. ,,En af gömlum vana, setti ég lítinn kross við Jón, en miklu stærri kross við Hafstein. Þeir liljóta að skilja þetta fyrir sunnan." Olafur var ekki kaupfélagsmaður, og þótti lítið til þeirrar starf- semi koma, fann hann henni flest til foráttu. Einhvern tíma á slættinum hafði hann orð á því, að mikill væri munur á ljáunum frá Kristjáni kaupmanni Gíslasyni og kaupfé- laginu. „Ljáirnir frá kauptélaginu eru svo deigir, að þeir þola ekki einu sinni að fyrir þeim verði hrossataðshrúga, þá eru þeir búnir. En ljáirnir frá Kristjáni. Þó maður slái með þeim í grjóti allan daginn, skipta þeir sér ekkert af því.“ Jónas Tryggvason: Sinna hlaut ég hörðum kvöðum Húnavöku. Greip því upp úr gömlum blöðum gleymda stöku. Við sólarlag. Himins eldur fölskvast fer. Fram nú seldi völd sín dagur. Hvað því veldur, að hann er undir kveldið svona fagur. Sál mín þyrst í vorsins veig var hér kysst af geislum þýðum, sá nú fyrst, er sólin hneig sumarið, yzt á fjallahlíðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.