Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Page 21
aftur lýsa heimasmíðaðri leið til að upplifa áfangastaðinn. Þeir sem fara á sambærilegan flæking og hér er greint frá um Suðaustur-Asíu munu eflaust kynnast því að ferðast með næturrútu, en það er einstaklega ódýr en óþægilegur ferðamáti. Þegar slík rúta kemur árla morg- uns til Sapa er heil hersing kvenna úr nærliggjandi þorpum búin að gera um hana umsátur. Þær keppast við að bjóða ný- vöknuðum túristum þjónustu sína, sem felst einfaldlega í því að ganga um nærsveitir Sapa og þiggja mat og gistingu í heima- húsi þeirra. Við hefðum vitaskuld verið smeyk við að þiggja slíkt boð af ókunnugum ef áðurnefndur ástralskur kunningi okkar hefði ekki haft eins góðar sögur af því að segja og raun bar vitni. Það var einmitt hann sem gaf okkur símanúmerið hjá henni Xa. Við hefðum ekki getað greint Xa frá kvennaskaranum sem sat um rútuna ef við hefðum ekki getað hringt í hana, en hún mætti okkur strax brosandi og átti eftir að reynast prýðilegur gestgjafi næstu daga, eftir að við höfðum prúttað um sanngjarnt verð. Hún gekk með okkur í nokkra klukkutíma, í gegnum nokkur þorp og yfir misgóða göngustíga, þar til við loks kom- um í þorpið hennar. Heimkynni fjölskyldu hennar voru hógvær á vestrænan mælikvarða, lítið óein- angrað timburhús sem var útbúið öllu sem þurfti en ekki mikið meiru. Heimilislífið var hins vegar skrautlegt. Sonur hennar, eig- inmaðurinn, hundurinn og kett- irnir (að okkur túristunum ónefndum) höfðu sig til við eld- stæðið á meðan húsmóðirin kepptist við að elda kvöldmat með annarri hendi og reka svínin og hænurnar út úr húsinu með hinni. Hún stóð sig eins og hetja, og eldaði prýðisgóðar vorrúllur í þokkabót. Hér hef ég lýst því eft- irminnilegasta úr ógleymanlegri ferð til Víetnam. Enn er fjöl- margt ónefnt, hafnarbærinn róm- antíski Hoi An, þar sem saga og menning ólíkra heimshluta verður að einum allsherjar suðupotti, hellarnir í Phong Nha-þjóðgarði, einu víðfeðmasta hellakerfi heims sem skartar ótrúlegum dropa- steinsmyndunum, og fornu hofin við My Son, svo eitthvað sé nefnt. Hvort sem ferðalangar eru gæddir óslökkvandi ævintýraþrá eða vilja gera vel við sig í matar- og menningarnautn er Víetnam áfangastaður sem allir ættu að hafa í sigtinu. Ýmislegt getur orðið á vegi manns í Hanoí. Oft virtist gamli bær Hanoí vera einsog völundarhús. Víða skarta hofin kínversku letri, en Víetnamar hættu að nota slíkt árið 1918. Setið að sumbli. Plaststólar og ódýr bjór einkenndu ófáar knæpur. Konur með oddhvassa hatta seldu okkur varning sinn. Hanoí er mjög lífleg borg. 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 VÍKKAÐU HRINGINN Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið. Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir einn af áskrifendum okkar. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.