Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Síða 22
Heilsa og hreyfing *Margir velta fyrir sér hversu lengi flensuvírusgeti lifað á höndunum eftir að smitað svæðihefur verið snert, eins og til dæmis handrið,en þá er svarið 15 mínútur. Þetta er sam-kvæmt krossaprófi New York Times umflensu. Þess vegna er tíður handþvottur svonagóð vörn gegn vírusum. Í þessu prófi kemur líka fram að skrifstofufólk snertir andlit sitt að meðaltali 16 sinnum á klukkustund. Handrið og handþvottur Þ ýski örverufræðingurinn Giulia Enders hefur slegið í gegn með bók sinni Darm mit Charme, sem mætti þýða sem Þarmar með sjarma. Bókin hefur selst í meira en milljón eintökum á alþjóðavísu en nú síðast kom hún út á ensku og fór beint á toppinn á lista yfir vísindabækur á Amazon. Heitið er ekki eins spennandi á ensku, en þar fékk bókin nafnið Gut: The Inside Story of Our Body’s Most Underrated Organ. Enders er í doktorsnámi í meltingarfræði við Uni- versitätsklinikum Frankfurt. Hún fékk fyrstu verðlaun á þýskri vísindahátíð fyrir fyrirlestur sinn um „þarma með sjarma“ árið 2012. Fyrirlesturinn var birtur á YouTube og sló þar í gegn. Í kjölfarið fékk Enders tilboð um að gera bók um sama efni. Bókin kom út á þýsku í mars 2014 og hefur setið á þýskum topplistum allar götur síðan. Bókin er skreytt skemmtilegum teikningum eftir eldri systur hennar, Jill Enders. Bókin fjallar meðal annars um hvernig meltingar- kerfið hefur áhrif á offitu og skap og svarar spurn- ingum um bakflæði, glútein- og laktósaóþol. Enders hefur ástríðu fyrir efninu sem hún ritar um og eitt af því sem hún vill gera er að fá fólk til að sitja á klósettinu á réttan hátt. Það kemur í ljós að við kunnum ekki að fara á klósettið, en hún segir ómögulegt að sitja til að losa hægðir. Enders segir það mun skilvirkara að sitja á hækjum sér heldur en á háu salerni. Þetta er af því að líkaminn er hannaður til þess að opna betur í þeirri stellingu heldur en þeg- ar setið er, eins og meðfylgjandi mynd útskýrir vel. Hún segir að 1,2 milljarðar manna um allan heim sitji á hækjum sér við þessa iðju og í þessum hópi séu til að mynda mun færri tilfelli gyllinæðar en í vestr- inu. Enders fékk áhuga á sambandi meltingarkerfis og hugar þegar hún var nýbyrjuð í námi. Hún hitti mann í veislu sem var með „verstu andfýlu sem hún hafði nokkurn tímann fundið“. Daginn eftir framdi þessi sami maður sjálfsmorð og hún fór að velta fyrir sér hvort sýkt meltingarkerfi gæti hafa haft áhrif á and- lega líðan mannsins. Rannsóknir hafa leitt í ljós ein- hver tengsl en þetta er nýtt svæði læknisfræðinnar og fyrsta rannsókin af þessu tagi var aðeins gerð fyrir um tveimur árum. Enders fannst að fólk þyrfti að vita af þessum nýju rannsóknum. Sem stendur vinnur Enders að ritgerð sinni um bakteríuna Acinetobacter baumannii, sem getur valdið sýkingu í sárum, öndunarfærasjúkdómum og blóð- eitrun. Miðað við viðtökur þessarar bókar er ekki ólík- legt að fleiri fylgi í kjölfarið. Ljósmynd/Gerald von Foris NÝ BÓK UM MELTINGARKERFIÐ SLÆR Í GEGN Þarmar með sjarma GÓÐ MELTING ER LYKILL AÐ GÓÐRI HEILSU OG ÞAÐ ER BETRA AÐ SITJA Á HÆKJUM SÉR Á KLÓSETTINU HELDUR EN AÐ SITJA EINS OG Á STÓL, SKRIFAR ÞÝSKI RIT- HÖFUNDURINN GIULIA ENDERS Í NÝRRI BÓK. ENDERS ER 25 ÁRA DOKTORSNEMI Í MELTINGARFRÆÐI OG HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI FYRIR SKRIF SÍN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Teikningar Jill Enders eru upplýsandi og skemmtilegar. Bókin fjallar meðal annars um hvernig meltingarkerfið hefur áhrif á offitu og skap og svarar spurningum um bakflæði, glú- tein- og laktósaóþol. Mynd/Jill Enders

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.