Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Síða 29
Hreint og mínímalískt
É
g myndi lýsa stílnum sem
mjög hreinum og mínímal-
ískum með skandinav-
ískum áhrifum. Hef þörf
fyrir að hafa mjög hreint í kring-
um með en á sama tíma að finna
fyrir hlýleika og að það sé heim-
ilislegt. Mig langar að íbúðin mín
sé svolítið eins og sumarbústaður
einhvers staðar í Svíþjóð og valdi
parket í þeim stíl,“ útskýrir Þór-
unn sem heldur úti tísku- og lífs-
stílsblogginu thorunnivars.is en
samhliða rekstri bloggsins starfar
hún hjá versluninni Vila og stund-
ar nám í viðskiptafræði við Há-
skóla Íslands.
Þórunn telur mikilvægt að það
sé nóg pláss á heimilinu og ekki
þrengi að neinu við innréttingu
þess. „Það er pínu erfitt í svona
lítilli íbúð en ég held að okkur
hafi tekist nokkuð vel að innrétta
íbúðina.“
Þórunn segist versla mikið við
íslensku heimilisnetverslanirnar
eins og Snúran.is, Minimaldecor.is
og Reykjavíkbutik.is. og segir það
bæði skemmtilegt og öðruvísi. „Þó
versla ég líklegast mest í IKEA.
Annars fær maður rosalega marg-
ar fallegar gjafir frá vinum og
vandamönnum þegar maður er
svona nýbyrjaður að búa.“
Aðspurð hvert hún sæki helst
innblástur til heimilisins svarar
Þórunn: „Ég les rosalega mörg
erlend blogg um innanhússhönnun
og safna myndum saman í albúm
á Pinterest. Þau get ég skoðað
endalaust og fæ endalausar hug-
myndir enda er ég alltaf að reyna
að breyta og bæta heimilið.“
Þórunn segir baðkarið og horn-
ið sitt í sófanum eftirlætisstaði
sína á heimilinu. „Ég enda alla
daga á langri baðferð með góðum
olíum eða freyðibaði. Allar blogg-
færslur verða til á sama stað í
íbúðinni minni, en það er í horn-
inu á sófanum. Þar er alltaf gott
að sitja og drekka heitt te undir
teppi á köldum vetrarkvöldum.“
Koparvasar frá
Skjalm P. koma
vel út á gólfinu.
Hornið í sófanum er í miklu eftirlæti hjá Þórunni. Þar
segir hún bloggfærslurnar verða til yfir góðum tebolla.
Þórunn Ívarsdóttir er mikill
fagurkeri og nýtur þess að
nostra við heimili sitt.
ÞÓRUNN ÍVARSDÓTTIR, TÍSKU- OG LÍFSSTÍLSBLOGGARI, BÝR ÁSAMT KÆRASTA SÍNUM,
HARRY, Í NOTALEGRI OG VEL INNRÉTTAÐRI ÍBÚÐ Í BRYGGJUHVERFINU.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
ER ALLTAF AÐ REYNA AÐ BREYTA OG BÆTA Á HEIMILINU
Falleg uppröðun Iittala-muna á
stofuborðinu.
Eldhúsborðið er úr IKEA
en verkið á veggnum er
eftir Þórunni sjálfa.
Fjölbreytt veggverk koma vel út
á myndahillu í stofunni.
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
ÚTSALA
Sumar3
60%
ALLT AÐ
AFSLÁTTUR
7 OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0
KENYA hægindastóll
ÚTSALA
Sumar3
39.990
FULLTVERÐ: 49.990
KRÓNUR
Slitsterkt áklæði,
margir litir.
BROSTE valin ljós
ÚTSALA
Sumar3
FRÁ4.495
FULLTVERÐ FRÁ:
8.990 KR.