Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 34
BOTN
1 bolli heslihnetur (lagðar í bleyti yfir nótt)
½ bolli mórber
½ bolli kókosmjöl
4 msk kókospálmasykur
2 msk kakónibbur
1 msk raw kakó
1 tsk lífræn vanilla (duft)
smásjávarsalt
½ bolli kókosolía, við stofuhita
Skolið hneturnar og kurlið, annaðhvort í matvinnsluvél
eða með handkurlara (ég nota alltaf svoleiðis). Setjið
hnetukurlið í skál. Kurlið mórberin með sömu aðferð.
Setjið í sömu skál og hnetukurlið. Setjið kókosmjöl,
kókospálmasykur, kakónibbur, kakó, vanillu og sjáv-
arsalt í sömu skál og blandið vel. Hellið kókosolíu sam-
an við og blandið vel saman með sleikju. Notið mat-
skeið og setjið sirka 1-2 kúfaðar skeiðar í sílikonform.
Uppskriftin á að duga í tólf muffins. Þjappið með skeið-
inni (eða gaffli) þannig að botninn verði þéttur í sér.
Setjið í frysti á meðan þið búið til fyllinguna.
FYLLINGIN
1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti yfir nótt)
½ bolli vatn
1⁄4 bolli kókosolía, við stofuhita
3 msk kókossíróp
1 msk lucuma
1 tsk lífræn vanilla (duft)
smásjávarsalt
Raspaður börkur af ½ lífrænni sítrónu (mik-
ilvægt að hún sé lífræn – þið viljið ekki borða
börkinn af ólífrænni)
1 bolli af frosnum bláberjum (sem hafa fengið
að þiðna örlítið)
Skolið kasjúhneturnar vel og setjið í blandara ásamt af-
ganginum af hráefninu (fyrir utan bláberin). Blandið vel
saman eða þar til blandan er orðin kekkjalaus og fín.
Setjið bláberin saman við og blandið mjög vel. Takið
muffinsmótin úr frysti og skiptið fyllingunni á milli form-
anna. Skreytið með muldum og/eða heilum mórberjum
(fallegur matur bragðast alltaf aðeins betur). Setjið aft-
ur inn í frysti í a.m.k. klukkustund. Best er að geyma yfir
nótt. Ef þið geymið yfir nótt þurfa muffinskökurnar að
fá að standa í smástund við stofuhita til að hægt sé að
bíta auðveldlega í þær. Njótið!
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015
Matur og drykkir
Hráfæðis-bláberja-
bollakökur
Jóhanna S. Hannesdóttir er garðyrkjubóndi, matarbloggari,þjóðfræðingur, blaðamaður og mikil áhugamanneskja umhollt mataræði. Faðir Jóhönnu er menntaður garðyrkju-
fræðingur og hefur ræktað frærófur og rófur frá árinu
1969, hinar landsþekktu Sandvíkurrófur. „Við systkinin höf-
um alltaf tekið þátt í þessu með pabba, aðallega þó í rófu-
upptökunni á haustin. Núna í seinni tíð höfum við meira ver-
ið með í frærófuræktuninni, það er að rækta frærófur sem
maður uppsker svo rófufræ af á haustin,“ segir Jóhanna en
hún og maðurinn hennar, Guðmundur Karl Sigurdórsson,
rækta rófur með hjálpa barnanna sinna, 5 og 9 ára, sem taka
virkan þátt í garðyrkjustörfunum. Auk þess eiga þau og reka
sunnlenska.is. „Þau hjálpa mér til dæmis að vökva fræróf-
urnar og dóttir mín sem er 9 ára er orðin mjög flink að raga
rófur. Þeim finnst heldur alls ekki leiðinlegt að taka upp róf-
urnar á haustin en við tókum upp allar rófurnar með hönd-
unum.“
Jóhanna segir að garðyrkjan gangi vel en það sem getur
verið erfitt er hvað ræktunin er háð veðurfarinu sem er auð-
vitað allt annað en stabílt hér á landi. „Öll ræktun er mikil
nákvæmisvinna og það getur skipt öllu hvernig veðrið er
daginn sem maður sáir rófunum og hvernig veðurfarið er
dagana á eftir.“
Jóhanna leggur áherslu á að garðyrkjan kenni manni að
bera sérstaklega mikla virðingu fyrir náttúrunni og móður
jörð. „Það er alveg sama hversu marga milljarða þú átt, þú
getur ekki stoppað ofsaveður, jarðskjálfta eða eldgos. Ég
trúi því að ef við hugsum vel um móður jörð þá hugsi hún
vel um okkur.“
Mikilvægt að nota gagnrýna hugsun
Frá því hún var lítil stúlka hefur hún haft mikinn áhuga á
heilsu og þá sérstaklega langlífi. „Ef maður ætlar að ná
háum aldri þá þarf heilsan að vera í lagi. Ég las allt það sem
ég komst í sem tengdist heilsu á einhvern hátt, en áður en
ég byrjaði í háskólanum þá voru það aðallega greinar í tíma-
ritum og á netinu sem sáu um að uppfræða mig,“ segir Jó-
hanna. Hún segir að eftir að hún byrjaði í háskólanum og
hóf að lesa réttu bækurnar hafi hún farið að temja sér frek-
ar gagnrýna hugsun sem hafði ekki verið nógu mikið í fyr-
irrúmi áður. „Sá sem skrifar eitthvað, hvort sem það er heil
bók eða grein í tímariti, hefur oft einhverra hagsmuna að
gæta. Stundum eru læknar eða fræðingar í samstarfi við
lyfjafyrirtæki eða styrktir af einhverjum samtökum. Einmitt
út af þessu er svo mikilvægt að lesa sem mest, skoða málið
frá öllum sjónarhornum og smám saman fer maður að ná
stóra „heilsusamhenginu“, tengja á milli allra punktanna.“
Veikindi í fjölskyldunni höfðu mikil áhrif
Hún segir líf sitt hafa breyst til muna eftir tvö áföll á fjöl-
skyldunni en maðurinn hennar greindist með krabbamein í
nýra árið 2009 og faðir hennar með krabbamein í beinmerg
árið 2011. „Maðurinn minn náði sér hratt eftir að nýrað var
fjarlægt en veikindin urðu þó til þess að maður fór að taka
heilsuna enn fastari tökum og sá að það var ekki nóg að
borða bara hollt heldur þurfti maður líka að huga að andlega
þættinum. Stress og streita er nefnilega algjört eitur og
maður þarf að kunna að tækla hana ef maður ætlar ekki að
verða líkamlega veikur. Að sama skapi er ekki gott að
stressa sig of mikið á matnum - hvort hann sé „nógu hollur“
eða tikki í öll réttu boxin. Um leið og maður fer að stressa
sig á holla matnum þá er hann búinn að snúast í andhverfu
sína,“ segir Jóhanna. „Eftir veikindi pabba náði heilsuáhugi
minn alveg nýjum hæðum. Mataræðið breyttist líka mikið og
ég tók út allan sykur, mjólkurvörur og glúten. Ég borða
heldur ekki kjöt og er það af heilsufars-, umhverfis- og dýra-
velferðarástæðum.“ Jóhanna segir að fólk spyrji hana iðulega
hvað hún borði eiginlega, því í raun sé ekkert eftir að borða.
„Bloggið mitt er einmitt til þess að sýna fólki hvað það er
auðvelt að búa til holla og góða rétti sem næra og kæta
hverja frumu líkamans.“
Ljósmynd/Jóhann S. Hannesdóttir
GARÐYRKJAN FÆRIR FJÖLSKYLDUNNI MIKLA GLEÐI
Hugsum vel um móður jörð
JÓHANNA TRÚIR ÞVÍ AÐ EF HUGSAÐ ER VEL UM MÓÐUR JÖRÐ ÞÁ HUGSI HÚN LÍKA VEL UM
OKKUR. HÚN LEGGUR ÁHERSLU Á HOLLT MATARÆÐI OG ER HRIFIN AF HRÁFÆÐI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Jóhanna skrifaði bókina 100 heilsuráð til langlífis og undirstrikar
sú bók gríðarlegan heilsuáhuga hennar.
Bloggið hennar Jó-
hönnu heitir Vanilla &
lavender og er slóðin
vanillaoglavender.is
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson