Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 141

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 141
Hér að framan var minnst á einkennilega gripi frá Tornes í Noregi og Carwitzer See í Þýskalandi. Þó að gripirnir séu ólíkir kotrutöflunni frá Viðey að lögun eiga þeir þó það sameiginlegt að hafa myndir krotaðar á botninn sem eru ekki svo mjög ólíkar. Trúlega hefur tilgangurinn verið sá hinn sami á báðum gripunum, að hafa áhrif á gang mála sér í hag, hvort sem um spilamennsku eða lífshlaup var að ræða. Þessi þörf virðist ævagömul sbr. steininn frá Borggård og fleiri gripir sem nefndir voru hér að framan. Snemma fóru menn að krota á smáa steina og nota á einn eða annan hátt sér til fulltingis gagnvart almættinu. Rúnasteinar eru yfirleitt reistir til minningar um menn og eru minningarmörk, þar sem fram kemur hver reisti (stundum hver risti) og yfir hvern.66 Á þeim kemur stundum fyrir myndbygging sem svipar til nokkurra gripa sem áður er um rætt, t.d ljón á miðjum myndfleti og tákn ofan við og allt í kring. Steinarnir standa við gamlar þjóðbrautir eða alfaraleiðir og þannig náðu skilaboðin til flestra sem leið áttu hjá. Íslensku gripirnir voru hins vegar af allt öðrum toga. Þeir voru yfirleitt persónulegir og ekki til að sýna hverjum sem var, nema vefnaðurinn og skáparnir, en þeim var ætlað að sjást og eru mun yngri en smágripir þeir sem fjallað var um hér að framan. Kannski má segja að hinir minni gripir endurspegli svolítið íslenskt samfélag í öndverðu. Var nokkur þörf á því að gefa út opinberar yfirlýsingar eins og fram koma á rúnasteinum? Er þörf fyrir slíkt í samfélagi þar sem fjölskyldan og bær inn er þungamiðja tilverunnar? Kannski er hér komin ástæða þess að rúnasteinar úr heiðnum sið eru algerlega óþekktir hér á landi. Þess vegna eru kumlin okkar jafn látlaus og raun ber vitni. Þau endurspegla samfélag þar sem ekki var þörf á því að koma skilaboðum til annarra en þeirra sem á bænum bjuggu. Lærðir og leikir Hugsanlega er þessi þörf að krota myndir eða rúnir (launrúnir) á bakhliðar gripa m. a. tengd trúarhugmyndum alþýðunnar, sem ekki vildi gefa gamlar hugmyndir upp á bátinn, eins og yfirstéttinni hætti oft til að gera af hagkvæmnisástæðum. Benda má á ást íslenskrar alþýðu á fornum stílum langt fram eftir öldum. T. d. lifði rómanski stíllinn mjög lengi hér á landi meðal alþýðu, lengur en annars staðar, eða allt fram á 20. öld. Einstakir stílhlutar eða myndefni ákveðins stíls gátu lifað lengur en stíllinn sjálfur.67 Alveg eins og við höfum hugtakið launrúnir getum við notað hug- takið launmyndir. Hlutverk þeirra hefur trúlega verið það sama og launrúna, að hafa áhrif á hið óþekkta eins og kotrutöflurnar gætu verið dæmi um. Skýringin á tilvist launmynda gæti einnig falist í þeirri stað- 140 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.