Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Qupperneq 8
8 föstudagur 2. október 2009 fréttir Eugene Luther Gore Vidal fæddist 3. október 1925. Hann er pólitískur aðgerðasinni, rithöfundur, hand- ritshöfundur, leikskáld, ritgerða- smiður, smásagnahöfundur og leikari. Snemma á ferli sínum skrif- aði Gore skáldsöguna The City and the Pillar, sem fór mjög fyrir brjóst- ið á gagnrýnendum. Skáldsagan er ein sú fyrsta sinnar tegundar sem fjallar um samkynhneigð á ótví- ræðan máta. Gore Vidal var persónulegur vinur Johns F. Kennedy Banda- ríkjaforseta og daðraði við hug- mynd um frama í stjórnmálum. Hann hefur skrifað tuttugu og fjór- ar skáldsögur og er talinn einn fremsti ritgerðasmiður í heimi og þekktur sem einn fremsti hugsuð- ur tuttugustu aldarinnar. Gore Vidal er áttatíu og þriggja ára og í ljósi ummæla hans í við- tali við Tim Teeman, sem birtist í London Times á miðvikudaginn, er ljóst að þar fer maður með ákveðn- ar skoðanir, nú sem áður fyrr. Dauðhræddur, að drepast úr leiðindum Á síðasta ári vakti athygli þeg- ar Gore Vidal söðlaði um og sneri baki við Hillary Clinton og lýsti yfir stuðningi við Barack Obama í slagnum um forsetaembætti Bandaríkjanna. Nú viðurkennir hann fúslega að hann iðrist sinna- skiptanna þá. Aðspurður hvernig hann telji Obama standa sig segir Gore Vidal: „Ömurlega. Ég var von- góður. Hann er gáfaðasta mann- eskja sem við höfum haft í þessari stöðu í langan tíma. En hann er reynslulítill.“ Vidal er þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn eigi að hverfa frá Afganistan og sagði að Obama hagaði sér eins og þar væri um ein- hvern töfragrip að ræða, og teldi að ef málefni Afganistan leystust leyst- ist hryðjuverkaógnin einnig. „Okk- ur [Bandaríkjamönnum] hefur mistekist í allri okkar viðleitni til að sigra Miðausturlönd eða hvað við viljum kalla þetta,“ sagði Vidal og bætti við að „stríðið gegn hryðju- verkum“ hefði verið tilbúningur og hefði að öllu leyti verið dæmi um lýðskrum, og sömu sögu væri að segja um „gereyðingarvopnin“. Vidal sagði að það eina sem hefði unnist væri að starfsemi flugfélaga hefði verið lögð í rúst: „Nú þegur þú flýgur ertu bæði dauðhræddur og að drepast úr leiðindum, afar óásættanleg blanda.“ Fíflið frá Arizona Eitt af því sem Gore Vidal hefur hat- að allt sitt líf eru lygarar „…og ég lifi í landi sem er fullt af þeim,“ sagði hann við Teeman. Hann heldur þó í smá bjartsýni hvað varðar Barack Obama „því hann lýgur ekki“. Vidal vandar John McCain ekki kveðjurnar. „Við vitum að fíflið frá Arizona er lygari. Við höfum aldrei heyrt réttu útgáfuna af því hvernig McCain brotlenti flugvél sinni [1967 í Víetnamstríðinu] og fangavist hans þar,“ sagði Vidal. En Vidal telur Obama vaða í villu og svíma því hann telji repúblikana- flokkinn vera stjórnmálaflokk. Vidal segir flokkinn vera „skoðanahreyf- ingu, eins og Hitlersæskuna, byggða á hatri – trúarlegu hatri, kynþátta- hatri“. Í maí 2008 sagði Vidal að Barack Obama væri betri leiðtogi en John F. Kennedy, en telur nú, eins og hann gerði upphaflega, að Hillary Clinton yrði betri forseti en Barack Obama. „Sagan hefur fært okkur heim sann- inn um að þegar stelpurnar bland- ast í málin ferst þeim það vel úr hendi,“ sagði Vidal. Gætu lært af Skandinavíu Að mati Gores Vidal þarf Barack Obama að tileinka sér eitthvað af starfsháttum Abrahams Lincoln. Honum finnst gaman að vitna í Lin- coln og það er til stórkostleg tilvitnun í Lincoln í bréfi sem hann skrifaði til eins hershöfðingja sinna í suðurríkj- unum eftir borgarastyrjöldina. „Ég er forseti Bandaríkjanna. Ég hef full- komið og ótakmarkað vald, gleymdu því aldrei því ég mun beita því.“ Þetta er það sem Obama þarfnast – örlítill- ar hörku í anda Lincolns,“ sagði Vid- al, sem telur að repúblikanar muni sigra í næstu kosningum. „Í dag hefur blóðæð stjórn- málanna sýkst af trúarfirru og Bandaríkin hafa tærst og einangr- ast,“ sagði Vidal og bætti við að ef Bandaríkjamenn yrðu spurðir hvað þeir vissu um Svíþjóð yrði svarið að Svíar hefðu það gott, en væru áfeng- issjúklingar. „Í raun hefðum við get- að lært heilmikið af skandinavíska kerfinu.“ En þess í stað eiga Banda- ríkin „enga hugsandi stétt“ og „rotna á jarðarfararhraða“. Gore Vidal sagði í viðtalinu að þess yrði ekki langt að bíða að Bandaríkin yrðu undir stjórn ein- ræðis með fulltingi hersins, ekkert nema herinn „gæti haldið utan um allt saman“. Hann sagði að Obama hefði betur einbeitt sér að því að mennta bandaríska alþýðu, því vandamál hans væri að hann væri of mikið menntaður. „Hann gerir sér ekki grein fyrir því hve vitgrannir og fáfróðir áheyrend- ur hans eru,“ sagði Vidal om Obama og bandarísku þjóðina. Íhaldsmaður í hjarta sér Þó Gore Vidal virðist oft og tíðum vera hlynntur málefnum og sjónarmiðum demókrata, hangir fleira á spýtunni. Í ritgerðasafninu Matter of Fact and Fiction: Essays 1973–1976 skrifaði Vidal: „Það er aðeins einn flokkur í Bandaríkj- unum, eignaflokkurinn... og hann hefur tvo hægri vængi: repúblik- ana og demókrata. Repúblikanar eru aðeins heimskari, stífari, fastari í kennisetningum frjálsrar markaðshyggju en demókratar, sem eru sætari, fallegri, aðeins spilltari – þar til nýlega... og viljugri en repúblikanar til að gera smá breytingar þegar fátækir, þeldökk- ir, andstæðingar heimsvaldastefnu verða óstýrilátir. En í reynd er eng- inn munur á flokkunum tveimur.“ Í viðtali við Bill Maher í apríl sagði Gore Vidal: „Ég tel sjálfan mig vera íhaldsmann.“ Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Nú þegur þú flýg- ur ertu bæði dauð- hræddur og að drep- ast úr leiðindum, afar óásættanleg blanda.“ LAND LYGARANNA Gore Vidal hefur löngum verið talinn til mestu hugsuða tuttugustu aldarinnar. Í skemmtilegu viðtali við tim teeman, sem birtist í London Times, viðrar hann meðal annars skoð- anir sínar á mönn- um og málefnum, bandarísku þjóðinni og framtíðarhorfum í Bandaríkjunum. Gore Vidal Iðrast að hafa snúið baki við Hillary Clinton á síðasta ári. 11. september og samsæri Gore Vidal var óþreytandi við að gagnrýna ríkisstjórn George W. Bush og skilgreindi hana sem ríkisstjórn sem annað tveggja stundaði beina eða óbeina útþenslustefnu. Í október 2006 dáraði Vidal NORAD, loftvarnakerfi Bandaríkjanna, fyrir vanhæfni til að stöðva för þeirra flugvéla sem rænt var til árásanna 11. september 2001. Hann dró þá ályktun að gefin hefði verið skipun um að „aðhafast ekkert“. Í maí 2007 útskýrði Gore Vidal sjónarmið sín og sagði: „Ég smíða ekki sam- særiskenningar, ég greini samsæri. Allt sem Bush-istar snerta mistekst. Þeim hefði aldrei tekist að búa til 11. september þótt þeir hefðu viljað. Jafnvel þótt þeir hefðu þráð það. Þeir gátu hins vegar staðið hjá, eða farið í mat á meðan þessir hörmulegu atburðir skullu á þjóðinni. Ég trúi þeim til þess.“ John McCain „Fíflið frá Arizona“ er ekki háttskrifað hjá Gore Vidal. George W. bush, fyrrverandi for- seti bandaríkjanna Allt sem hann og skósveinar hans snertu dæmt til að mistakast að mati Vidals. barack obama, forseti bandaríkjanna Er of mikið menntaður fyrir bandaríska alþýðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.