Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Síða 15
fréttir 2. október 2009 föstudagur 15 hefja málaferli í Rússlandi til að ógilda gjörninginn og endurheimta eign sína. Jafnframt kröfðust þeir að fá í hendur nauðsynleg plögg um fjármál fyrirtækisins og skatt- skrár fram að eignaskiptunum vegna skaðabótamáls. Kærastan fékk lykil að Dover Street – Björgólfsfeðgar og konurnar gistu á hóteli Í London átti BGL, eignarhaldsfélag þeirra Ingimars og Lardners, íbúð við Dover Street. Á leið sinni frá Péturs- borg til Íslands stoppaði Ingimar þar í stuttan tíma og skildi þar eftir brúnt umslag sem í áttu að vera fimm auð blöð með undirskrift hans. Lögfræð- ingur hans hafði skilað honum um- slaginu fyrir brottförina frá Rússlandi þar sem ekki reyndist nauðsynlegt að nota þau. Ingimar setti umslagið óskoðað í skjalaskáp sinn í íbúðinni. Síðar komst Ingimar að því, að í um- slaginu voru aðeins 3 eintök af auðu en undirrituðu skjölunum. Síðar rifjaðist það upp fyrir Ingi- mar, Bernard og starfskonu hjá BGL, að Björgólfsfeðgar, ásamt mökum, hefðu nokkrum sinnum fengið að gista í íbúðinni fyrir 25. september árið 1995. Þannig hafi Björgólfur Thor til dæmis beðið ritara Ingimars á skrifstofunni í London um að Krist- ín Ólafsdóttir, kærasta hans, fengi að gista í íbúðinni einhvern tíma á milli 15. og 25. september. Ingimar kveðst síðar hafa komist að því að Björg- ólfsfeðgar hefðu báðir verið í Lond- on ásamt mökum – og gist á hóteli. Hvers vegna þurfti kærastan þá á lykli að íbúð við Dover-stræti að halda? Við réttarhöldin vakti það athygli lögfræðinga BGL, eignarhaldsfélags Ingimars og Bernards, að engu var líkara en að lögmenn gagnaðilans, Björgólfs Guðmundssonar og félaga, virtust afar fróðir um málatilbúnað þeirra og ýmislegt er varðaði upp- lýsingar og gögn, sem lögmennirn- ir lögðu fram við réttarhöldin. Þetta gat verið tilviljun, en ein staðreynd, sem ekki var farið hátt með á þess- um tíma, varð þess valdandi að ljót- ar grunsemdir vöknuðu hjá Ingimar og Bernard og sumum lögmanna þeirra. En að sögn Ingimars komust Björgólfsfeðgar að öllum líkindum yfir trúnaðarupplýsingar um mála- reksturinn sem geymd voru í íbúð Ingimars. Galmond-stofan vinnur fyrir ríka Íslendinga J.P.Galmond, danskur lögfræðing- ur, var lögmaður Björgólfsfeðganna í réttarhöldunum. Galmond þessi hef- ur verið vændur um ýmislegt mis- jafnt, meðal annars hvítþvott á pen- ingum í danska blaðinu Börsen árið 2007 og hefur hann verið gríðarlega umsvifamikill í Rússlandi á liðn- um árum, en Daninn rek- ur lögmannsstofu þar sem og í nokkrum öðrum löndum. Meðal annars hefur verið talið að Galmond leppi eignarhald á rússneska síma- fyrirtækinu Megafon, þriðja stærsta símafyrirtækinu í landinu, fyrir fyrr- verandi síma- og samgögnuráðherra Rússlands, Leonid Reiman. Galm- ond þessi hefur jafnframt unnið mik- ið fyrir íslenska eignarhaldsfélagið Baug í gegnum árin, líkt og rakið hef- ur verið í Börsen. Við flest réttarhöldin mætti fyr- ir hönd Björgólfsfeðga lögmaðurinn Sunne Thorson, danskur lögfræðing- ur, sem vann á lögmannsstofu landa Galmonds. Sá hafði á sér spillingar- orð og var talinn tengjast peninga- þvætti líkt og Galmond. Hann var um árabil grunaður um peningaþvætti, meðal annars í þágu Reimans. Reim- an var vikið úr ráðherraembætti sínu fyrir rúmu ári vegna spillingar. Hann hefur notið verndar Vladimírs Pút- ins, allt frá því þeir störfuðu saman hjá hinu opinbera í Pétursborg auk þess sem þeir eru tengdir fjölskyldu- böndum. Árið 2007 neyddist Galmond til að hætta að reka sjálfur lögmannsstofu sína, meðal annars vegna mikilla átaka um yfirráðin í Megafon. Reim- an og Galmond eru samt enn taldir góðir vinir. Aðalástæðan fyrir brott- hvarfi Galmonds úr fyrirtæki sínu er, að hann heyr harða baráttu við Mika- il Friedman, einn ríkasta olígarkann í Rússlandi, um 25 prósent hlut í síma- fyrirtækinu Megafon. Stóðuð ekki við samkomulag – sleppum glæpaöflum lausum á ykkur DV hefur undir höndum minnis- miða frá núverandi starfsmanni Björgólfsfeðga, Þór Kristjánssyni, þar sem hann greinir Ingimar frá því að Thorson hjá J.P.Galmond hafi hringt í lögfræðing BGL og lýst yfir óánægju sinni með að ákveðið hefði verið að fara með eignaskiptaágreininginn fyrir gerðardóm. Í símtalinu vitnaði hann til munn- legs samkomulags á milli lögfræð- ings BGL og hans sjálfs og sagði að nú væri fallið úr gildi samkomulag um að blanda ekki einhverjum glæpaöfl- um í málið. „Hann staðhæfði þetta rólegum en hótandi hætti,“ segir Þór í skilaboðum sínum til Ingimars. Á skrifstofu Ingimars og Bern- ards var þetta túlkað sem hótun um að verið væri að gefa í skyn að senda ætti mafíuna á þá og að því væri verið að hóta þeim. Af því varð þó ekki sem betur fer fyrir Ingimar og Lardner. Rússneskur hlerunarbúnaður á skrifstofu Ingimars og Bernards Við málaferlin var svo engu líkara en lögmenn Björgólfsfeðga vissu ná- kvæmlega hvað væri að gerast á skrif- stofu Ingimars og Lardners í London og þótti mönnum ótrúlegt að upp- lýsingarnar væru einungis byggðar á skjölum. Vegna þekkingar sinnar á vinnu- brögðum í Pétursborg þessara ára og áðurnefndrar vitneskju lögmana Björgólfsfeðga um hluti, sem þeim áttu ekki að vera kunnir, leitaði Bern- ard J. Lardner til einkaspæjarafyrir- tækis, sem tók að sér að kanna hvort hlerunarbúnaður kynni að leynast á skrifstofu BGL í Lundúnum. Farið var yfir hana með þar til gerðum búnaði og fannst þá upp- tökubúnaður, sem ekki hafði áður sést í London. Hann var tengdur við símkerfi skrifstofunnar og hljóðritaði öll símtöl og sendi sjálfvirkt áfram í móttökutæki, sem talið var vera stað- sett í um 1-1,5 mílu radíus frá skrif- stofunni. Hlerunartækin voru talin vera rússnesk. Ekki fékkst staðfest hvaðan tækin voru né af hverju þau voru á skrifstofunni en Ingimar og Lardner drógu sínar ályktanir þó ekki hefði þetta áhrif á málareksturinn. Líkt og rætt var um í síðasta helg- arblaði DV enduðu málaferlin á því árið 1999 að samningurinn um af- sal Ingimars á BBP-verksmiðjunni til Björgólfsfeðga var dæmdur ógild- ur á þeim forsendum að Ingimar hafi ekki haft umboð til að afsala sér fyrirtækinu til Björgólfsfeðga þeg- ar hann gerði það árið 1995. Ingi- mar og Lardner íhuguðu að höfða skaðabótamál gegn Björgólfsfeðgum í kjölfarið en af því varð ekki. Síðan þetta gerðist, árið 1999, hafa mála- ferli milli Björgólfsfeðga og Ingimars legið niðri. Viðskiptaferill Björgólfs ekki hindrun – Bravómálinu vikið til hliðar Þegar Samson-hópurinn var valinn sem heppilegasti kaupandi Lands- bankans varð mörgum hverft við vegna viðskiptasögu Björgólfs Guð- mundssonar. Athygli einkavæðingar- nefndar og Fjármálaeftirlitsins vakin á meintum stuldi Björgólfsfeðga á gosdrykkjaverksmiðju í Pétursborg, sem seld var síðar undir nafninu Bravo International til Heineken fyr- ir 400 milljónir bandarískra dollara. Leiða má líkum að því að ráðherra- nefndin hafi verið látin vita af þess- um alvarlegu ásökunum. Í henni sátu Davíð Oddsson, Halldór Ás- grímsson, Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir. Ekki var liðinn nema rétt rösk- ur áratugur frá því Björgólfur Guð- mundsson hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna fjársvika og brota á bókhaldslögum í Hafskips- málinu auk þess sem fjölskylda eig- anda Dósagerðarinnar taldi hann hafa haft fyrirtækið af föður sínum og eiginkonu. Aðrir minntust Hauks Heiðar málsins og fleiri mála (sjá DV-greinina „Björgólfur þáði stoln- ar milljónir úr Landsbankanum“ eft- ir Inga Frey Vilhjálmsson 6. febrúar síðastliðinn). Og þegar Bravo-mál- ið bættist við þessi var líklega enn meira tilefni til þess að tekið væri til- lit til fortíðar Björgólfs áður en hann fengi að kaupa bankann. En Bravómálið var ekki einu sinni tekið til sérstakrar umfjöllunar í einkavæðingarnefnd heldur kaus nefndin að senda alvarlegar athuga- semdir Ingimars H. Ingimarssonar til Fjármálaeftirlitsins, sem taldi það ekki skipta máli vegna sölu Lands- bankans, meðal annars vegna þess að ágreiningsmálin væru einkarétt- arlegs eðlis. Í ljósi þeirra upplýs- inga sem Fjármálaeftirlitið fékk til að kanna vegna málsins sætir það furðu, að ekki skuli hafa þótt ástæða til meiri háttar rannsóknar á Bravó- málinu. Ingimar kærði Björgólf og Björgólfur kærði Ingimar Að auki fékk Rannsóknarlögregla rík- isins málið inn á borð til sín. Björg- ólfur Guðmundsson kærði Ingimar 10. desember 1996 og Ingimar kærði bæði Björgólf eldri og Björgólf Thor 15. janúar 1997 en lögreglan vísaði málinu frá. Björgólfur Guðmundsson sagði í viðtali við Euromoney, virt banka- tímarit, að hið fallna Hafskip og dómar yfir honum og félögum hans vegna málsins hefðu aldrei borið á góma, þegar hann sat fundi með framkvæmdanefnd einkavæðing- ar árið 2002. Á forsíðu blaðsins var mynd af Björgólfi uppáklæddum sem skipstjóra í stafni skips og þar spyr blaðið hvort þessi maður sé hæfur til að vera við stjórnvölinn í Landsbankanum? Niðurstaða mjög ítarlegrar úttektar um Samson-félag- ana er sú, að Björgólfur sé vanhæf- ur til að stjórna þessum elsta banka landsins. Reynsla þremenninganna af bankarekstri sé engin, ferill Björg- ólfs sé ekki trúverðugur og mörgum spurningum um rússnesku bjórgerð- arár þeirra og meint tengsl þeirra við vafasöm öfl í undirheimum Péturs- borgar og mútuþæga embættismenn sé ósvarað. Ekki hefur þessi laka einkunn Euromoney batnað í kjölfar úttekt- ar DV á ásökunum Ingimars H. Ingimarssonar, sem segir hiklaust að Björgólfsfeðgar hafi stolið gos- verksmiðjunni Baltic Bottling Plant frá sér og breytt nafni fyrirtækis- ins í Bravo International. Og ekki nóg með það heldur hafi þeir blekkt heimsþekkta fjölmiðla og talið þeim trú um, að þeir hafi sett á laggirnar gos- og bruggfyrirtækið Bravo Inter- national strax árið 1993, einmitt þeg- ar BBP var stofnað. En allt kom fyrir ekki og Björgólfs- feðgar eignuðust Landsbankann með Bravo-peningunum þrátt fyr- ir háværar gagnrýnisraddir, bæði ís- lenskar og erlendar. Sögu Björgólfs- feðga á næstu árum eftir þetta þekkja flestir að hluta enda gustaði heldur betur um þá þar til Landsbankinn hrundi í haust ásamt hinum stóru viðskiptabönkunum tveimur. Aðalatriði fyrri greinar Halldórs Halldórssonar um viðskipti Björgólfsfeðga og Ingimars H. Ingimarssonar: Halldór hélt því fram, samkvæmt vitnisburði Ingimars H. Ingimarssonar, að Björgólfur Guðmundsson, sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson hefðu stolið verksmiðjunni Baltic Bottling Plant (BBP). Í grein Halldórs var því haldið fram að þeir hefðu gert þetta með því að falsa samning þar sem Ingimar átti að hafa afsalað sér verksmiðjunni til Björgólfsfeðga. Þessi verksmiðja varð síðar að Bravo-verksmiðjunni sem þeir feðgar og Magnús seldu fyrir 400 milljónir dollara til Heineken árið 2002 og keyptu Landsbankann í kjölfarið. Það skal tekið fram að Björgólfsfeðgar hafa ævinlega neitað þessum ásökunum. Hver er Ingimar H. Ingimarsson? Ingimar H. Ingimarsson er fæddur árið 1943 og er verkfræðingur og arkitekt að mennt frá háskólanum í Braunschweig í Þýskalandi. Á árunum 1972 til 1989 starfaði hann sem verkfræðingur og arkitekt í Þýskalandi, Skandinavíu, Asíu og á Íslandi. Samhliða þessu starfaði hann að fasteignaþróunarverkefnum í sömu löndum. Hann rak meðal annars arkitektastofuna Vinnustofan Klöpp hér á landi og var framkvæmdastjóri hjá Útvarpi Matthildi. Hann hélt til Rússlands í kringum 1990. Í Rússlandi var hann meðal annars framkvæmdastjóri hjá símafyrirtækinu Peterstar á árunum 1991 til 1992 auk þess að vera eigandi og stjórnarformaður Baltic Bottling Plant. Hann var jafnframt ræðismaður Íslands í Pétursborg á þessum árum en þar á undan hafði hann verið ræðismaður fyrir Sovétríkin á Íslandi. Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson urðu ræðismenn Íslands í Pétursborg á eftir honum. Eftir Rússlandsævintýrið og hinar hatrömmu deilur við Björgólfsfeðga varð Ingimar meðal annars framkvæmdastjóri hjá flugfélaginu MK árið 1997 og stofnandi og forstjóri flugfélagsins JetX/Primera Air. Ingimar er stjórnarformaður Primera Air í dag, en félagið hét áður JetX. Hann lét af störfum sem forstjóri hjá flugfélaginu í fyrra og tók Jón Karl Ólafsson við af honum. Ingimar býr í Súlunesi í Garðabænum ásamt konu sinni, Guðrúnu Vilborgu Sverrisdóttur. Ingimar er hvað þekktastur hér á landi fyrir deilur sínar við Björgólfsfeðga um eignarhaldið á BBP-verksmiðjunni í Rússlandi og fyrir að hafa varað stjórnvöld á Íslandi við þeim feðgum áður en Landsbankinn var seldur til þeirra í upphafi síðasta áratugar. Svar Björgólfsfeðga Halldór Halldórsson bauð Ásgeiri Friðgeirssyn, talsmanni Björgólfsfeðga, í liðinni viku að koma sjónarmiðum Björgólfsfeðga á framfæri vegna umfjöllunar DV um ásakanir Ingimars H. Ingimarssonar arkitekts á hendur þeim feðgum fyrir skjalafölsun og þjófnað þeirra á gosdrykkjaverksmiðjunni Baltic Bottling Plant, sem síðar hafi verið nefnd Bravo International og seld Heineken-bjórrisanum fyrir 400 milljónir bandarískra dollara. Ásgeir sá ekki ástæðu til að gera sérstaka athugasemd en sendi DV gögn þar sem gerð er grein fyrir sjónarmiðum þeirra feðga. Hér verður niðurlag einnar greinargerðar Björgólfsfeðga engu að síður birt enda var fjallað í DV-úttektinni um þau atriði sem fjallað er um hér að neðan þótt sjónarmiðin séu gjörólík: „Hin átta ára gamla deila snýst fyrst og fremst um þá staðreynd að Ingimar Haukur Ingimarssonar sér ofsjónum yfir þeirri velgengni sem fyrrverandi samherjar hafa notið frá þeim tíma sem hann seldi eignarhlut sinn í félaginu og hefur reynt með hótunum og blekkingum að fá aðila til að endurskoða þá fjárhagslegu umbun sem ákveðinn var í samningunum frá 24 mars 1995 án árangurs. Hingað til hafa hótanir Ingimars Hauks ekki borið árangur og munu ekki gera í framtíðinni.” Athugasemd Halldórs Halldórssonar Undirskriftin var ekki fölsuð – heldur samningurinn Í Fréttablaðinu 1. október birtist stutt frétt í tilefni skrifa DV, þar sem tiltekin eru nokkur atriði úr greinar- gerð Björgólfsfeðga, sem ganga þvert á efnislegar staðhæfingar Ingimars H. Ingimarssonar í DV-úttektinni. Í frétt Fréttablaðsins segir, að rússneskir meðeigendur hafi verið viðstaddir undirritun kaupsamnings Björgólfs Guðmundssonar á Baltic Bottling Plant auk þess sem rangt sé að þeir hafi falsað undirskrift Ingimars á samninginn þegar Ingimar hafi verið rúmliggjandi í öðru landi (það er að segja á Íslandi). Í fréttinni er vísað til blaðaskrifa. Þessi tilvísun á við eldri skrif, sennilega frá 2002 en ekki skrif DV um liðna helgi. Vera má að „rússneskir meðeigendur” hafi verið viðstaddir undirritun, en samkvæmt staðhæfingu Ingimars voru „eignaskiptin” hafi verið skráð á auð blöð með eigin undirskrift hans, sem hann fullyrðir að hafi horfið af skrifstofu hans í London. Aðeins einn Rússi, Homsky, skrifar nafn sitt á skjalið (sjá greinina um Bravómálið í dag). Þá hefur því aldrei verið haldið fram að meint fölsun hafi átti sér stað þegar Ingimar lá á súkrahúsi. Hins vegar kemur margoft fram í úttekt DV að skjalið hafi verið sagt falsað 24. mars 1995 en ekki kynnt fyrr en 6 mánuðum síðar. Það var haustið 1995, en þá lá Ingimar á sjúkrahúsi í margar vikur, ekki um vorið þegar undirskriftin fór fram. Þá er réttilega bent á það að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að skoða málið á sínum tíma. Hér er rétt að fram komi, að Rannsóknarlögreglu ríkisins (sem þá var) bárust tvær kærur vegna Bravómálsins. Annars vegar kærði Ingimar Björgólf og hins vegar kærði Björgólfur Ingimar. Lykilmaður Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra og nú- verandi ritstjóri Morgunblaðsins, var lykilmaður í því að tryggja Björgólfs- feðgum Landsbankann. Davíð og Björgólfur hittust í London sumarið 2002 og falaðist Björgólfur þá eftir bankanum. Bréf Björgólfs yngri til einkavæðingarnefndar skömmu síðar hratt einkavæðingarferlinu á bönkunum svo af stað. Hótað með glæpaöflum Niðurlag faxsendingar starfsmanns Bernards og Ingimars, þar sem lögmaður Björgólfsfeðga á skrifstofu hins umdeilda danska lögfræðings J.P.Galmonds hótar að leysa „glæpaöfl” úr læðingi - að senda rússnesku mafíuna á þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.