Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Qupperneq 18
Greiðslubyrði íbúðalána verður fyr- ir 1. október færð til þess sem hún var fyrir bankahrunið. Verðtryggð lán, sem hafa hingað til tengst vísi- tölu neysluverðs, taka framveg- is mið af greiðslujöfnunarvísitölu, það er launaþróun, atvinnustigi og stöðu krónunnar. Með þessu von- ast stjórnvöld til þess að koma megi í veg fyrir misgengi launaþróunar og greiðslubyrðar. Þetta er inntakið í þeim aðgerðum sem Árni Páll Árna- son félagsmálaráðherra hefur kynnt fjölmiðlum. Vonast til að krónan styrkist Greiðslubyrði verðtryggðra lána verður færð aftur til 1. janúar 2008. Greiðslubyrði gengistryggðra lána, eða svokallaðra myntkörfulána, verð- ur færð aftur til 2. maí 2008. Þá hafði gengi krónunnar lækkað nokkuð frá því hún var sem sterkust. Stærsti skellurinn varð hins vegar í kjölfar bankahrunsins fyrir ári. Standi eitthvað eftir, þegar upp- haflegum lánstíma er lokið að við- bættri þriggja ára lengingu, verða lánin afskrifuð af lánastofnunum. Bankarnir taka því skellinn að hluta. Á fjölmiðlafundi sem Árni Páll hélt í vikunni kom fram að stjórnvöld bindi vonir við að gengi krónunn- ar gangi að einhverju leyti til baka þannig að minna en ella þurfi að af- skrifa af gengistryggðum lánum. Skuldirnar hverfa ekki Aðspurður hvers vegna ekki komi til greina að afskrifa lánin strax, svarar Árni Páll því til að óvíst væri hversu mikið tjónið af hruninu verður. „Ef við afskrifum í dag gæti vel farið svo að við þyrftum að afskrifa aftur eft- ir hálft ár. Við höfum ekki forsendur til að gera upp þennan kreppuhala. Við erum að búa til farveg til þess að tryggja að ef halinn verður mjög langur muni hann verða skorinn,“ segir hann en bætir við að almenn- ingur þurfi að takast á við þetta verk- efni sem samfélag. Skuldbindingarn- ar hverfi ekki. „Það er ekki einsýnt hvers vegna við ættum að skuldsetja samfélag- ið í dag fyrir skuldum sem við verð- um kannski ekki í neinum vand- ræðum með að borga þegar fram í sækir,“ segir Árni. Hann bætir einn- ig við að hugsanlega styrkist krónan á lánstímanum, sem þýðir að höfuð- stóll erlendra lána lækkar. Ef krónan veikist enn meira taki lánastofnanir skellinn. Fólk þurfi því ekki að óttast þó höfuðstóllinn hækki. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að stjórnvöld séu með aðgerðum sínum að leyfa fólki að greiða af mun lægri lánum en hvíla á húsunum þeirra. Í þeim skilningi sé verið að færa lánin aftur til þess sem þau voru fyrir hrun. Líta megi á þetta sem afskrift sem hugsanlega gangi svo til baka ef raunlaun hækka á næstu árum. Launavísitalan hækkar hraðar Eins og áður sagði verða afborganir tengdar við launaþróun og atvinnu- stig, í stað vísitölu neysluverðs eins og hingað til hefur verið. Í því sam- bandi er forvitnilegt að bera saman 18 föstudagur 2. október 2009 fréttir Greiðslubyrði lækkar - dæmi 10m kr. íbúðalán tekið í júlí 2007 Verðtr. lán 4,15% Gengiskarfa Jen+SFR* 40 ár 30 ár 30 ár Upphafleg greiðslubyrði 42.700 kr. 53.700 kr. 45.400 kr. Greiðslubyrði 1. okt. 2009 54.800 kr. 76.900 kr. 99.800 kr. Greiðslubyrði eftir jöfnun 45.600 kr. 67.200 kr. 70.400 kr. *SViSSneSkuR FRanki 2m kr. bílalán tekið í júlí 2007 Gengiskarfa Jen+SFR 7 ár 30 ár Upphafleg greiðslubyrði 43.800 kr. 32.100 kr. Greiðslubyrði 1. okt. 2009 59.110 kr. 75.000 kr. Greiðslubyrði eftir jöfnun 45.340 kr. 49.700 kr. Greiðslubyrði allra lána verður færð til þess sem hún var fyrir efnahagshrunið. Tenging við vísitölu verður afnumin og afborganirnar tengdar við atvinnuþróun, laun og gengi krónunnar. Vísitala launa hefur hækkað meira en vísitala neysluverðs undanfarin 20 ár. Lánin verða lengd að hámarki um þrjú ár. Það sem kann að standa eftir verður afskrifað, leggi fjármálastofnanir blessun sína yfir boðaðar aðgerðir. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Áhættunni velt yfir Á bankana Frá kynningarfundinum Árni Páll Árnason kynnti aðgerðir stjórnvalda gegn skuldavanda heimilanna í gær, ásamt þeim Rögnu Árnadóttur dómsmálráðherra og Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra. MyND RóBeRt „Það er ekki búið að girða fyrir það hversu mikið lán- in geta í raun hækkað.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.