Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Page 30
30 föstudagur 2. október 2009 helgarblað Helgi Felixson er 53 ára gamall kvik- myndagerðarmaður. Hann rekur fyrir- tækið Felixfilm í Svíþjóð þar sem hann hefur búið í þrjátíu og þrjú ár. Nýjasta mynd hans, Guð blessi Ísland, hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hann hóf tökur á henni aðeins fáein- um dögum eftir hrunið. Í myndinni koma fram þrír útrásarvíkingar, Bjarni Ármannsson, Björgólfur Thor og Jón Ásgeir Jóhannesson. Sá síðastnefndi er vægast sagt reið- ur út í Helga því í myndinni er hann sýndur í afar dökku ljósi. Nokkrar mínútur eru sýndar þar sem hann vissi ekki að verið væri að taka upp en hann var samt með míkrófón á sér. Jón Ásgeir var þó löngu áður bú- inn að heimta að allt efni með honum yrði tekið út. Það gerði hann um leið og stiklan kom út fyrir myndina en í stiklunni kemur ekkert af því fram. „Við hvað er hann svona hræddur?“ spyr Helgi. Kvikmyndagerð aldrei draumurinn Helgi fæddist á Íslandi, er gamall Kópavogsbúi með rætur til Ísafjarðar og Víkur í Mýrdal. Hann fluttist til Sví- þjóðar fyrir þrjátíu og þremur árum. Hann hefur ferðast um allan heim- inn, tekið upp myndir í Suðurhöfum og myndað frumbyggja í Suður-Am- eríku svo eitthvað sé nefnt. Hann á og rekur kvikmyndafyrirtækið Felixfilm í Svíþjóð. Hann segist njóta þess til hins ítrasta að vinna við það sem hann ger- ir þótt það hafi aldrei verið stefnan í lífinu. „Það var aldrei neitt takmark hjá mér að verða kvikmyndagerðarmaður. Það gerðist af mikilli slysni. Það varð kona á vegi mínum úti í Stokkhólmi sem ég hafði mikinn áhuga á að segja sögu um. Sú mynd tókst með ágætum og þetta var svo skemmtilegt að ég hef ekki gert neitt annað síðan. Ég er al- gjörlega sjálfmenntaður og hef eng- ar af þessum gráðum sem aðrir hafa. Einungis lífið hefur kennt mér og það fólk sem ég hef mætt,“ segir Helgi. „Ertu útlendingur?“ Eitt það fyrsta sem blaðamaður tók eftir var með hversu litlum hreim Helgi talar þrátt fyrir rúm þrjátíu ár í Svíþjóð þótt hann hafi vissulega oft varið tíma á Íslandi. „Ég veit ekki al- veg af hverju það er,“ svarar Helgi. „Það var ekki fyrr en í fyrsta skipti um daginn að einhver minntist á þetta. Ég mætti þá drukkinni fyllibyttu inni á gistiheimili þar sem ég var að fá mér kaffi og bað mig um afnot af símanum mínum. Ekkert mál, sagði ég, og hann hringdi í eiganda staðarins. Hann bað mig síðan um bokku en hana gat ég ekki veitt honum. Þá leit hann á mig og spurði: „Ertu útlendingur?“ Það var svolítið fyndið því þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir Helgi. Á þrjú ættleidd börn „Ég er giftur sænskri konu og á fimm börn,“ svarar Helgi spurður um fjöl- skylduhagina. Hann er giftur Titti Johnson sem hann kynntist við störf sín en þau hafa unnið saman hjá Felixfilm síðan. Spurður frekar um börnin kemur í ljós að þrjú þeirra eru ættleidd frá mismunandi löndum. Helgi er mjög opinn þegar kemur að því að tala um ástæðu þess. „Það eru bara ekkert allir sem geta bakað brauð heima,“ segir hann kíminn en það hef- ur ekki tekist hjá Helga að eignast börn með tveimur síðustu konum sínum. Hann á þó tvo „heimabakaða“ syni eins og hann segir sjálfur, dreng sem heitir Jakob og einn uppkominn sem heitir Snorri. Eitt ættleidda barnið er er 22 ára strákur frá Sri Lanka, annað tvítugur drengur að nafni Aron sem er frá Kólumbíu og það nýjasta er nítján mánaða stelpa frá Eþíópíu sem heitir Íris. „Það gefur manni svo margt líka þegar maður ættleiðir. Maður fær svo margt í kaupbæti. Að sitja við mat- arborðið er bara eins og fundur hjá Sameinuðu þjóðunum, nema það vantar bara fánann fyrir aftan,“ segir Helgi og hlær dátt. Svefnlaus yfir hruninu Væntanleg mynd Helga, Guð blessi Ísland, hefur verið í vinnslu alveg frá frægri ræðu Geirs H. Haarde þegar allt var að hrynja hér á landi. „Ég var hérna í heimsókn á Íslandi á þessum tíma en þegar ég fór aftur til Svíþjóð- ar var ég hálffriðlaus yfir þessu. Þetta hafði jafndjúp áhrif á mig og alla aðra. Eftir að hafa verið hálfsvefnlaus yfir þessu ástandi fór ég til Íslands og hóf tökur í algjörri óvissu. Ég ákvað bara að rannsaka málið og nota mynda- vélina til þess,“ segir hann en í mynd- inni fylgist Helgi með lífi nokkurra al- mennra borgara og hvernig þeir takast á við hrunið. Þó „ábyrgðarmenn hrunsins“ sem sjást í myndinni, eins og Helgi kemst að orði, séu allir smeykir segir hann ætlunina aldrei að hafa verið að kné- setja neinn. Það bara gerist ef það ger- ist. „Ég hef ekki sett mér það takmark að ég ætli mér að snúa einhvern niður en ef það gerist á leiðinni fylgi ég því eftir. Þegar maður skoðar hlutina frá því sjónarhorni sem ég geri í mynd- inni snúa menn á sig sjálfir eða ekki,“ segir hann. Björgólfur Thor kom í stað pabba Þó aðalpersónur myndarinnar séu nokkrir meðaljónar, til dæmis lög- regluþjónn og vörubílstjóri, fer enginn í grafgötur með hvað það er sem fólkið bíður hvað spenntast eftir. Í myndinni eru viðtöl við þrjá útrásarvíkinga, þá Bjarna Ármannsson, Björgólf Thor og Jón Ásgeir Jóhannesson. Auðvelt var að fá viðtal við Bjarna, segir Helgi, en viðtalið við hann var tekið í kringum „syndaaflausnina“ í Kastljósinu í vor. Erfiðara var að fá viðtal við hina tvo. Helgi lýsir umhverfi þeirra sem vernd- uðu. Eins og þeir hafi sett upp vegg sem verndar þá og þeirra. „Ég veit ekki af hverju þessir menn telja sig svona merkilega. Af hverju gefa þeir ekki kost á sér í viðtöl eins og aðrir menn hér í þjóðfélaginu? Maður kemur alltaf að lokuðum dyrum hjá þeim einhvern veginn. Þetta er voðalega undarlegt, þetta er eins og þeir hafi eitthvað að fela,“ segir Helgi og bætir við: „Af hverju má ég ekki bara tala við þá einn? Af hverju er verið að vaka yfir mér á meðan ég tek viðtölin og passa spurningalistann? Af hverju er ver- ið að segja við mig að ég eigi að haga mér á réttan hátt? Ég meina, ég er bara venjulegur fulltrúi þjóðarinnar að spyrja mjög barnalegra spurninga sem þjóðin og ég viljum vita.“ Til þess að fá viðtalið við Jón Ásgeir sendi Helgi ítrekað pósta og á endan- um gaf hann sig. „Ég er mjög þrjóskur og þegar ég bít eitthvað í mig vil ég klára það,“ segir hann en Helgi þurfti að lúta í gras fyrir Björgólfi Guðmundssyni sem svaraði engum fyrirspurnum. „ Ég gafst upp á að eltast við hann en eft- ir ítrekaðar tilraunir fékk ég símtal frá blaðafulltrúa Björgólfs Thors þar sem mér var gefinn kostur á að taka viðtal við hann. Ég var ekkert endilega að eltast við hann,“ segir Helgi. Helgi Felixson kom inn á sjónarsviðið með miklum látum í vikunni þegar hann sýndi myndbrot úr heimildarmynd sinni um ís- lenska hrunið, myndinni Guð blessi Ísland. Jón Ásgeir Jóhannesson krefst þess að allt efni með honum verði tekið út. En hver er tilgangur myndarinnar? Hafa aðrir auð- menn sem sjást í myndinni brugðist jafnilla við? Og ennfremur, hver er þessi Helgi Fel- ixson? Tómas Þór Þórðarsson settist niður með Helga og komst að þessu öllu. sPreNgJa að fara að falla Helgi Felixson Frumsýnir brátt myndina Guð blessi Ísland sem útrásarvíkingar eru hræddir við. mynd KRISTInn mAGnÚSSOn „Guð blessi Ísland“ Fræg orð fyrrver- andi forsætisráðherrans Geirs Haarde eru titill myndarinnar. mynd GUnnAR THOR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.