Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Síða 50
Hlýjar Hendur í vetur Prjónabókin Hlýjar hendur er full af viðráðan- legum prjónauppskriftum að sniðugum og fallegum vettlingum sem allir ættu að geta ráðist í. Það er því engin ástæða til að láta sér verða kalt á fingrunum í vetur þrátt fyrir kreppu enda er prjónaáhuginn orðinn slíkt trend að heilu klúbbarnir og samkomurnar spretta upp um allar trissur. Bókin er skrifuð af hagfræðingnum Ágústu Þóru Jónsdóttur sem gerðist prjónakona og það er um að gera fyrir alla áhugasama um prjónaskap að næla sér í eintak. „Ég held að flestir sem spá í tísku gleðj- ist alltaf þegar hausta fer. Árstíðirnar eru nauðsynlegar, það er svo yndis- legt þegar kólna fer í veðri og flíkurn- ar verða hlýrri og efnismeiri. Þegar náttúran breytir um lit förum við að hafa þörf fyrir aðra liti til að klæðast,“ segir Hugrún Árnadóttir, verslunar- kona í Kron. „Allir þessir girnilegu haustlitir sem flæða nú um í mismikilum styrk- leika, brúnir tónar, vínrauðir, grænir og bláir sem eru hlýlegir og tilvaldir til að klæðast nú þegar kólna fer. Þó er um að gera að vega upp á móti með bjartari litum, til dæmis með glaðleg- um trefli, sokkabuxum eða bara kjól. Svo er um að gera að nýta léttu glað- legu sumarkjólana sína með því að klæðast hlýlegum flíkum með,“ segir Hugrún og bætir við að tískan sé und- ir áhrifum frá fyrri hluta síðustu aldar. „Svona eins og eftirstríðsárin í bland með smá pönki, sem getur verið ansi skemmtilegt tvist. Mittin koma meira fram í stað víðskornu snið- anna sem hafa verið svo allsráðandi og litlir axlapúðar skemma stundum ekki. Efnin eru hlý og notaleg, silki- flauel í bland með ullarefnum og allar prjónasokkabuxurnar ættu að halda manni hlýjum í vetur. Herrarnir eru að færast frá því að vera strákslegir í að vera herralegir með þar til gerðum fylgihlutum og eru óhræddir við að sýna glæsileika sinn. Þeir verða karlalegri, í skyrtu, þykkri góðri prjónapeysu, jafnt hnepptri sem óhnepptri með vel greitt hárið og skegg í stíl. Skó, sokka og góðan húm- or er svo nauðsynlegt að hafa til að krydda upp á tilveruna í kuldanum.“ indiana@dv.is Hugrún Árnadóttir eigandi Kron og Kronkron segir hausttískuna minna á eftirstríðsárin í bland við pönk: Herralegir karlmenn UmsJón: indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@dv.is l Leikkonan Lisa Rinna þykir flottur kroppur þótt hún hafi látið krukka einum of mikið í and- litið á sér að flestra mati. Í viðtali við US Magazine sagðist leik- konan æfa sex daga vikunnar í tvo tíma í senn til að viðhalda línunum. „Ég borða bara gróft brauð og grænmeti,“ sagði Lisa einnig í viðtalinu og bætti við að hún sé mjög meðvit- uð um magann á sér eftir að hafa gengið með tvö börn sín. „Ég er alltaf að gera magaæfingar.“ l Samkvæmt Muscle & Fitn- ess-tímaritinu hefur glamúrgell- an Kim Kardashian ráðið til sín stjörnueinkaþjálfarann Gunnar Peterson sem hefur meðal annars þjálfað Jennifer Lopez, Angelinu Jolie og Matthew McConaughey. Kim segist eiga auðveld- ara með að borða hollan mat ef hún sé dugleg í ræktinni. „Fólk leitar auðveldra leiða til að halda sér í formi en staðreyndin er sú að auð- velda leiðin er ekki til. Því meira sem ég æfi því meira samvisku- bit fæ ég yfir því að svindla svo ég æfi bara meira og svindla minna,“ segir Kim sem segist borða fisk og grænmeti í flestar máltíðir. l Kántrísöng- konan Taylor Swift þykir lík- lega of grönn að margra mati en Swift segist halda sér í formi með því að borða nánast bara hráfæði. Fjölmiðlakonan Sirrý segir mikilvægt að við treystum einhverjum fyrir því hvernig okkur líður svo við breytumst ekki í áhyggjufullan köggul. Hins vegar, segir Sirrý, megum við ekki nöldra yfir öllu við alla. Sirrý og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþrótta- fræðingur verða með námskeið fyrir konur þar sem áhersla verður lögð á góða heilsu, hvíld og skemmtilegheit. 50 föstudagur 2. október 2009 lífsstíll Stjörnurnar halda Sér í formi Flottur kroppur magaæfingarnar gera greinilega sitt gagn. Kim Kardashian Glamúrgellan er komin til eins þekkt- asta einkaþjálfara í heimi, Gunnars Peterson. Lifir á hráfæði söngkonan mætti stækka matar- skammtinn sinn en hún þykir of grönn. Hugrún Árnadóttir í Kron Gleðst þegar hausta tekur. „Við ætlum að byggja okkur upp fyr- ir veturinn, hugsa um heilsuna, hvíla okkur og hafa gaman,“ segir Sigríður Arnardóttir, fjölmiðlakona og félags- fræðingur, sem mun halda námskeið- ið Hafðu það gott ásamt Bjargeyju Aðalsteinsdóttur íþróttafræðingi um miðjan mánuðinn. „Hvort sem þú ert ein, með saumaklúbbnum, mömmu eða vin- konu er námskeiðið fyrir allar konur sem vilja hlusta á uppbyggilega fyr- irlestra, spá í hvað við getum gert til að fjölga hamingjuhormónum í lík- amanum þrátt fyrir efnahagsástand, njóta nudds, syngja, dansa og hreyfa sig,“ segir Sirrý en námskeiðið verður haldið á Hótel Hamri rétt við Borgar- nes. „Þegar við komum á staðinn fáum við heilsukokkteil í móttökunni og eftir fyrirlestra, spjall og skemmtilega dagskrá endum við kvöldið á heilsutei eða jafnvel hvítvínsglasi úti í heitum pottum í þessari dásamlegu náttúru. Um morguninn förum við svo í kraft- göngu þar sem hver gengur á sínum hraða, gerum létta leikfimi úti undir berum himni og fáum okkur mat sem er góður fyrir líkama og sál og gerum uppörvandi og nærandi verkefni sem láta okkur líða vel. Dagskránni lýkur svo klukkan 18 á laugardeginum en þá geta þær sem vilja nýtt sér tælandi tilboð og fengið makann til sín á hótelið eða bara far- ið heim og notið þess sem eftir er af helginni.“ Sirrý segir fyrirlestra sína lítið hafa breyst þótt efnahagsástand- ið hafi breytt ýmsu í lífi margra. „Mínir fyrirlestrar hafa alltaf geng- ið út á heilbrigðan lífsstíl, jákvætt hugarfar og jafnvægi. Þannig að það sem skiptir mann mestu máli; heilsa, fjölskylda, fjárhagur, umhverfi, sjálfs- traust, tengslanet, starf og fleira vinni saman. Eitt má ekki gera út af við ann- að. Og í dag er fólk líklega móttæki- legra fyrir þeirri hugsun. Til þess að hafa það virkilega gott megum við ekki skemmta okkur svo mikið að það komi niður á fjárhagn- um, börnunum okkar eða heilsunni. Það er ákveðin kúnst að rækta sig og finna þetta jafnvægi og það hefur ekk- ert með kreppu að gera.“ Spurð um ráð handa þeim sem líður ekki vel vegna ástandsins segir Sirrý nauðsynlegt að fólk hreyfi sig og hvíli sig. „Það mæðir svo mikið á sumu fólki. Fréttatímarnir eru bara mörgum álag. Og eftir þetta efnahagslega ofbeldi sem þjóðin varð fyrir þarf fólk að muna að hvílast. Og ræða hugsanir sínar. Við verðum að treysta einhverjum fyrir því hvern- ig okkur líður: Segðu það steininum heldur en engum. Og munum að maður er manns gaman. Ef við erum að glíma ein við van- líðan og áhyggjur breytumst við í áhyggjufullan köggul. Við verðum að orða hlutina upphátt við einhvern sem við treystum. Hins vegar verðum við að passa hvaða mynd við erum að gefa af okkur og skulum ekki nöldra og kvarta yfir öllu við alla sem við hittum. Þótt vandamálin virðast stór erum við stærri en aðstæður okkar. Við erum líka manneskjur með sál, kosti og styrkleika. Ekki gefa af okkur þá mynd að við séum vandamálabúnt því það lokar á gullin tækifæri sem gætu gefist. Já- kvæðir hlutir eru líklegri til að gerast ef við gefum af okkur jákvæða mynd.“ Hægt er að lesa meira um námskeiðið á sirry.is. indiana@dv.is Kúnst að finna jafnvægið Kúnst að finna jafnvægi „til þess að hafa það virkilega gott megum við ekki skemmta okkur svo mikið að það komi niður á fjárhagnum, börnunum okkar eða heilsunni,“ segir sirrý. Sirrý og Bjargey Verða með skemmtilegt námskeið fyrir allar konur á hótel Hamri um miðjan október. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.