Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 8
Sandkorn n Gylfi Ægisson, tónlistarmað- ur, listmálari og fyrrverandi sjómaður, dregur fátt und- an í ævisögu sinni, Sjúddirarí rei. Hann segir meðal annars frá því þegar bátur sem hann stundaði sjómennsku á hafnaði óvænt uppi í fjöru og strandaði. Skemmd- ist bátur- inn nokkuð en náðist samt á flot án utanaðkomandi aðstoðar. Á landleiðinni kom skipstjórinn að máli við Gylfa og spurði hvort hann væri ekki tilbúinn til að sverja fyrir sjórétti að skipið hefði lent á rekaldi á hafi úti. Gylfi féllst á það þar sem aleiga eigendanna var undir. Þeir eru nú látnir og taldi Gylfi því óhætt að ljóstra þessu upp. n Svo virðist sem embætti sýslumannsins í Hafnarfirði undir forystu Guðmundar Sop- hussonar sé einskon- ar uppels- disstöð fyrir saksóknara hrunsins. Allir fjórir saskóknar- arnir hafa haft við- komu þar. Frægastur er Ólafur Þór Hauksson sem starfaði þar frá 1989 til 1996. Hinir þrír saksóknararnir, Björn Þor- valdsson, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson og Arnþrúður Þór- arinsdóttir, stöldruðu styttra við að því er upplýst er á Vísi. n Sú ákvörðun Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstýru á Sögu, að banna Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi að mæta í morgunþátt vinar síns Sigurðar G. Tómassonar á föstudögum virðist almennt frekar illa tekið. Arnþrúður skýrði þó Guðmundarbann- ið með því að þátturinn hefði átt sívaxandi óvinsældum að fagna án þess að skýra hvernig þær væru mældar. Guðmund- ur Andri Thorsson rithöfund- ur er einn þeirra sem harm- ar brotthvarf hagfræðingsins glaðhlakkalega. „Mér þykja þetta hörmuleg tíðindi. Eft- irlætisþáttur minn og alveg sérlega notalegt að sitja og hlusta á masið í ykkur tveim- ur og kinka af og til kolli og tauta: það er gállinn á þeim í dag... Þið eruð Tvíhöfði hins hugsandi manns. Ég vona a þið takið upp þráðinn síðar á öðrum slóðum,“ skrifaði Guð- mundur Andri á Facebook- síðu Sigurðar G. 8 föstudagur 20. nóvember 2009 fréttir „Ég er eiginlega hættur að telja kenni- tölurnar hjá þeim. Ítrekað kennitölu- flakk blasir við og við höfum af þessu alvarlegar áhyggjur. Þetta dæmi er ansi ljótt og er auðvitað algjörlega út úr kortinu,“ segir Haraldur D. Nel- son, forstöðumaður prentsviðs Sam- taka iðnaðarins. Haraldur er þarna að tala um endurtekið kennitöluflakk eigenda prentsmiðjunnar PH prents í Hafn- arfirði. Þeir starfa nú undir fimmtu kennitölunni og hafa því keyrt fjór- ar prentsmiðjur í þrot á tæpum ára- tug. Fyrri gjaldþrot fyrirtækja þeirra Magnúsar Ólafssonar, Rósmundar Magnússonar og Hilmars Sigurðs- sonar nema hundruðum milljóna króna. Keppinautar, birgjar og hags- munasamtök lýsa yfir sárum von- brigðum og kalla eftir því að komið verði í veg fyrir áframhaldandi rekst- ur prentsmiðjunnar. Vísvitandi gert Guðlaugur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stafrænu prentsmiðjunnar, er undrandi yfir sífelldu kennitölu- flakki sömu manna. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við því að ræða opinberlega um málið. „Mér finnst þetta forkastanlegt og mjög sárt að horfa upp á þetta. Það geta allir orð- ið óheppnir og orðið fyrir gjaldþroti, það kemur fyrir bestu menn, en þess- ir menn eru að gera þetta vísvitandi trekk í trekk. Það á enginn að geta komist upp með svona lagað. Það verður að gera eitthvað til að stoppa þá. Hins vegar virðist enginn vera til- búinn til að gera eitt eða neitt til að stöðva þá,“ segir Guðlaugur. Steingrímur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri prentsmiðjunn- ar Steinmark, segir ómögulegt að standa í samkeppni við þremenn- ingana sem leiki sér að því að und- irbjóða verk og keyra síðan fyrirtæki í þrot. „Þetta er bara óþolandi. Hver heilvita maður sér það að mennirn- ir leika sér að þessu vísvitandi. Ég er gapandi hissa á því að svona lagað sé hægt og með ólíkindum að menn- irnir geti hagað sér svona. Verst þykir síðan mér að opinberir aðilar, eins og Háskóli Íslands og stjórnmálaflokkar, eiga viðskipti við þá og það gagnrýni ég harðlega,“ segir Steingrímur. Aftur og aftur Guðlaugur tekur í sama streng og skilur ekki hvers vegna prentsmiðjan fái sífellt verkefni til sín. „Eftir gjald- þrot á að tryggja það að þessir aðilar eða skyldmenni þeirra geti ekki tekið við keflinu og skilið alla eftir í sárum. Það er löng slóð eftir þá og allt í rjúk- andi rúst. Ég skil heldur ekki hvern- ig þessir menn ná alltaf aftur í við- skipti og það er ótækt að horfa á það að verkefni fari til prentsmiðjunnar þeirra. Ég gagnrýni til að mynda bæj- arstjórann og Samfylkinguna fyrir að eiga viðskipti við svona kennitölu- flakkara. Heilt yfir er það bara ömur- legt að þurfa að sætta sig við þetta,“ segir Guðlaugur. Haraldur segir samtökin fylgjast með kennitöluflakki þremenning- anna enda hafi fjöldi félagsmanna leitað til samtakanna vegna þess. Aðspurður telur hann nauðsynlegt að stöðva þá með einhverjum hætti. „Framferði þessara manna skað- ar alla í kring. Það er von að menn spyrji sig að því hvort ekki sé hægt að stoppa þessa menn,“ segir Haraldur. „Þeir skaða greinina sjálfa, viðskipta- vinina, birgjana og alla samkeppn- ina. Þetta er eitt grófasta dæmið sem ég hef séð og við verðum að komast fyrir þetta. Menn eiga ekki að komast upp með svona kennitölubreytingar til lengri tíma og þetta er grafalvar- legt mál. Satt að segja erum við orðn- ir langþreyttir á þessu kennitölu- flakki og þetta fyrirtæki kemur upp aftur og aftur,“ segir Haraldur. Bara fluttir Magnús er skráður sem markaðs- stjóri og stjórnarformaður nýju prentsmiðjunnar, PH prents, á með- an Rósmundur, sonur hans, ber titil- inn prentsmiðjustjóri. Hilmar er einn eigenda prentsmiðjunnar. Á heima- síðu fyrirtækisins er það sagt ungt og öflugt fyrirtæki með reynslumik- ið starfsfólk. Það býður upp á alhliða prentþjónustu á hagstæðum kjörum, með gæði og þarfir viðskiptavina í huga. Magnús, leikari og prentari, fór mikinn í fjölmiðlum þegar þriðja prentsmiðja feðganna, Íslandsprent, fór á hausinn. Þá stóð til að bjóða upp heimili hans en hann hótaði því opinberlega að grípa til vopna kæmi til þess. Þegar Prisma-Prentco, önnur prentsmiðja feðganna, fór á hausinn sendi Magnús fjöldapóst á viðskipta- vini prentsmiðjunnar þar sem til- kynnt var um áframhaldandi rekstur hjá nýju félagi. „Við erum með sama góða starfsfólkið, gæði, þjónustu og verð og sama ljúfa viðmótið. Ver- ið þið öll velkomin í áframhaldandi viðskipti, gamlir sem og nýir við- skiptavinir. Það eru margir í þessum iðnaði sem hafa verið að vona það að við værum hættir. En við erum það ekki, svo sannarlega. Við erum bara fluttir,“ sagði Magnús. Við vinnslu fréttarinnar var ítrek- að reynt að ná í forsvarsmenn PH prents en án árangurs. Eigendur PH prents hafa fjórum sinnum farið á hausinn með prentsmiðjur sínar en ávallt stofnað nýja kennitölu undir reksturinn. Þeir reka nú prentsmiðju á fimmtu kennitölunni, PH prent. Keppinautar lýsa yfir sárum vonbrigðum. „Verður að stoppa þessa menn“ „Hver heilvita maður sér það að mennirnir leika sér að þessu vísvitandi.“ TrAusTi hAfsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is n september 2001 Prisma-Prentbær fer á hausinn. n Apríl 2004 Prisma-Prentco úrskurðað gjaldþrota. n nóvember 2007 Íslandsprent úrskurðað í gjaldþrotameðferð. n Maí 2007 Prentvélarnar settar undir nýtt fyrirtæki, Eld og ís. n Júní 2009 Prentheimar fara á hausinn. n Mars 2009 PH prent stofnað. Þriðja gjaldþrotið Íslandsprent var þriðja prentsmiðjan sem fór á hausinn en von var á fleiri gjaldþrotum. Leikari og prentari Magnús er gagnrýndur fyrir endurtekið kennitöluflakk með prentsmiðjur. Hann á að baki fjögur gjaldþrot með sömu samstarfsmönnum. Óskiljanlegt Guðlaugur skilur ekkert í því hvers vegna þremenningarnir hafi ekki verið stöðvaðir fyrir löngu. fylgist með Haraldur og félagar fylgjast grannt með kennitöluflakkinu og hafa varla lengur tölu á kennitölunum. Jólagjöfin hans/hennar Fjöltól: Vasaljós,hnífur,sög töng og skrúfjárn kr 3.900 með beltistösku Nóatúni 17 S: 534 3177 eða 820 7746 www.icefin.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.